Dortmund vill Rashford - City að bjóða í Cambiaso - West Ham og Tottenham hafa áhuga á Ansu Fati
   sun 08. desember 2024 16:46
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ödegaard: Okkur er alveg sama um önnur lið
Mynd: Getty Images

Arsenal gerði jafntefli gegn Fulham á Craven Cottage í dag.

Arsenal missti af dýrmætum stigum í toppbaráttunni en liðið er sex stigum á eftir Liverpool sem á leik til góða þar sem grannaslagnum gegn Everton var frestað í gær.


„Við vorum miklu betri lengst af. Fyrri hálfleikurinn var ekki frábær, það vantaði alla orku og styrk. Seinni hálfleikurinn var miklu betur. Það er pirrandi að vinna ekki. Við vorum nálægt því í lokin þegar við skoruðum," sagði Martin Ödegaard, fyrirliði Arsenal, eftir leikinn.

„Við verðum að einbeita okkur að okkur sjáalfum. Okkur er alveg sama um önnur lið (í titilbaráttunni."

„Við gertum margt gott. Við verðum að gera meira og setja boltann í teiginn oftar. Vera ákveðnari, við hefðum getað klárað þetta í lokin. Það er nóg eftir, við höfum sagt það hundrað sinnum að við verðum að taka þetta einn leik í einu," sagði Ödegaard að lokum.


Athugasemdir
banner
banner