Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 09. janúar 2021 20:02
Aksentije Milisic
FA-bikarinn: Arsenal lagði Newcastle eftir framlengingu
Rowe í leiknum í kvöld.
Rowe í leiknum í kvöld.
Mynd: Getty Images
Arsenal og Newcastle United mættust í þriðju umferð FA bikarsins en Arsenal á titil að verja.

Fyrri hálfleikurinn var mjög bragðdaufur og báðum liðum gekk illa að skapa sér færi. Í þeim síðari sótti Arsenal meira en tókst ekki að skora.

Newcastle fékk dauðafæri undir loks leiks en Bernd Leno varði frábærlega frá Andy Carrol. Emile Smith-Rowe, leikmaður Arsenal, fékk rautt spjald seint í leiknum en dómari leiksins, Chris Kavanagh, fór í skjáinn og breytti dómnum í gult spjald.

Framlengja þurfti leikinn og það var sjálfur Smith-Rowe sem kom Arsenal yfir með fallegu marki. Alexandre Lacazette skallaði knöttinn á Rowe sem skaut í stöngina og inn.

Það var síðan Pierre Emerick-Aubameyang sem gulltryggði sigur Arsenal undir lok leiks eftir sendingu frá Kieran Tierney.

Arsenal er því komið áfram í fjórðu umferð en Steve Bruce og hans menn kveðja keppnina.

Plymouth vann þá Huddersfield á útivelli og Brentford vann 2-1 sigur á Middlesbrough.

Arsenal 2 - 0 Newcastle
1-0 Emile Smith-Rowe ('109 )
2-0 Pierre Emerick Aubameyang ('117 )

Brentford 2 - 1 Middlesbrough
1-0 Halil Dervisoglu ('35 )
1-1 Samuel Folarin ('49 )
2-1 Saman Ghoddos ('64 )

Huddersfield 2 - 3 Plymouth
1-0 Romoney Crichlow Noble ('4 )
1-1 Ryan Hardie ('24 )
2-1 Aaron Rowe ('32 )
2-2 Panutche Camara ('42 )
2-3 Joe Edwards ('70 )

Athugasemdir
banner
banner