Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   sun 09. janúar 2022 17:54
Brynjar Ingi Erluson
Conte: Við vorum í miklu basli í byrjun leiks
Antonio Conte
Antonio Conte
Mynd: EPA
Antonio Conte, stjóri Tottenham, segir að lið hans hafi verið í töluverðu basli gegn Morecambe í enska bikarnum í dag.

Tottenham, líkt og Liverpool, lenti undir gegn C-deildarliði Morecambe en kom til baka og skoraði þrjú mörk frá þeim Harry Winks, Lucas Moura og Harry Kane.

Conte segir að í byrjun leiks hafi Morecambe reynst þeim gríðarlega erfiðir.

„Markmiðið okkar var að komast áfram í næstu umferð og við unnum leikinn. Við vorum í töluverðu basli í byrjun leiksins og fengum mark á okkur úr föstu leikatriði."

„Við eigum sigurinn skilið því í svona leikjum verður maður að sýna styrk. Þeir vörðust með ellefu leikmenn og það er eðlilegt í svona leikjum en það er mikilvægast að finna lausnina,"
sagði Conte.
Athugasemdir
banner
banner
banner