mán 09. janúar 2023 10:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Emilovic er mættur aftur"
Smith Rowe
Smith Rowe
Mynd: Getty Images
Mikel Arteta, stjóri Arsenal, sagði í gær að hann væri vongóður um að Emile Smith Rowe gæti tekið þátt í leik liðsins gegn Oxford í enska bikarnum í kvöld.

Smith Rowe hefur ekkert spilað með Arsenal síðustu fjóra mánuði vegna meiðsla og aðeins tekið þátt í fjórum leikjum á leiktíðinni.

Myndband var tekið upp af fyrirliða liðsins, Martin Ödegaard, tala við Smith Rowe á æfingasvæði liðsins. „Emilovic er mættur aftur! Segðu eitthvað!"

„Hvað viltu að ég segi? Ég er með fyrirliða mínum, æfingadagur, get ekki kvartað," svaraði Smith Rowe.

Smith Rowe hefur ekki verið kallaður Emilovic opinberlega til þessa, skemmtilegt gælunafn. Hann mun væntanlega fá mikið að spila á næstu mánuðum þar sem Gabriel Jesus er fjarri góðu gamni vegna meiðsla og breiddin hjá Arsenal fram á við er ekki mikil.

Liðið er með þá Gabriel Martinelli og Bukayo Saka sem byrja langflesta leiki, Eddie Nketiah hefur leyst Gabriel Jesus af. Martin Ödegaard er svo í stöðu framliggjandi miðjumanns en á bekknum eru fáir kostir í boði fyrir Arteta. Í leikjunum þremur eftir HM hlé er Fabio Vieira eini sóknarsinnaði leikmaðurinn sem hefur komið inn á fyrir einn af fremstu fjórum. Félagið hefur sterklega verið orðað við Mykhailo Mudryk og Joao Felix að undanförnu.
Athugasemdir
banner
banner