Amad semur við Man Utd - Mbeumo á óskalista Arsenal - Ipswich er að kaupa Philogene
   fim 09. janúar 2025 23:18
Brynjar Ingi Erluson
Bandarískur sóknarmaður í ÍBV (Staðfest)
Mynd: Texas A&M
Bandaríska fótboltakonan Allison Lowrey hefur samið við ÍBV um að leika með liðinu á komandi tímabili.

Lowrey er 22 ára gömul og kemur frá Texas A&M-háskólanum í Bandaríkjunum en áður lék hún með Rutgers-háskólanum.

Hjá Rutgers kom hún að 36 mörkum í 80 leikjum yfir fjögur tímabil og samkvæmt heimasíðu Texas A&M kom hún að þremur mörkum í þrettán leikjum á síðasta ári.

Eyjakonur höfnuðu í 6. sæti í Lengjudeildinni á síðasta ári með 25 stigþ

„Hún er kraftmikill framherji sem lætur finna vel fyrir sér. Allison skorar mörk í öllum regnbogans litum, hvort sé með hægri eða vinstri fæti eða með skalla. Hún leggur líka upp mörk fyrir samherja sína, enda með mjög góðan leikskilning og nákvæmni í sendingum. Þá er Alisson mjög vinnusöm inni á vellinum,“ sagði Jón Ólafur Daníelsson, þjálfari ÍBV, um Alisson.
Athugasemdir
banner
banner
banner