Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 09. febrúar 2021 21:08
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Championship: Akinfenwa og félagar töpuðu í botnslagnum
Akinfenwa leikur með Wycombe.
Akinfenwa leikur með Wycombe.
Mynd: Getty Images
Jökull er markvörður Exeter.
Jökull er markvörður Exeter.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það fóru fram tveir leikir í Championship-deildinni, næst efstu deild Englands, í kvöld.

Það var botnbaráttuslagur í Sheffield þar sem heimamenn í Wednesday höfðu betur gegn Adebayo Akinfenwa og hans liði, Wycombe Wanderers.

Akinfenwa, sem er líklega massaðasti fótboltamaður í heimi, var í byrjunarliði Wycombe sem þurfti að sætta sig við 2-0 tap í leiknum.

Wycombe er á botni deildarinnar og staða liðsins er ekki góð. Liðið er aðeins með 16 stig, 12 stigum frá öruggu sæti. Wednesday komst upp úr fallsæti með þessum sigri.

Þá vann Cardiff City góðan útisigur á Rotherham, 1-2. Cardiff er í 11. sæti á meðan Rotherham er í 20. sæti.

Rotherham 1 - 2 Cardiff City
0-1 Sheyi Ojo ('42 )
1-1 Matt Crooks ('61 )

Sheffield Wed 2 - 0 Wycombe Wanderers
1-0 Jordan Rhodes ('33 )
2-0 Adam Reach ('76 )

Leikjum frestað hjá Íslendingaliðum
Leikjum var frestað hjá Íslendingaliðum Blackpool og Exeter í kvöld. Ekki var hægt að spila leik Blackpool og Burton Albion vegna frosts á vellinum. Leik Barrow og Exeter var frestað af sömu ástæðu.

Daníel Leó Grétarsson er á mála hjá Blackpool, sem er í C-deild, og Jökull Andrésson leikur með Exeter sem er í D-deild.
Athugasemdir
banner
banner