Keflavík er að ganga frá samningi við enska kantmanninn Marley Blair en þetta staðfesti Jónas Guðni Sævarsson, framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar, í samtali við Fótbolta.net.
Blair á eftir að standast læknisskoðun áður en hann skrifar undir hjá Keflavík.
„Hann er kominn til landsins og er í sóttkví. Á föstudaginn fer hann í læknisskoðun og ef allt er eðlilegt verður hann leikmaður Keflavíkur um helgina," sagði Jónas Guðni.
                
                                    Blair á eftir að standast læknisskoðun áður en hann skrifar undir hjá Keflavík.
„Hann er kominn til landsins og er í sóttkví. Á föstudaginn fer hann í læknisskoðun og ef allt er eðlilegt verður hann leikmaður Keflavíkur um helgina," sagði Jónas Guðni.
Hinn 21 árs gamli Blair var í yngri liðum Huddersfield og Liverpool á sínum tíma. Blair spilaði með U18 ára liði Liverpool áður en hann fór til Burnley árið 2018 þar sem hann spilaði með U23 ára liðinu.
Í haust var Blair á reynslu hjá Sheffield Wednesday í Championship deildinni en hann fékk ekki samning þar.
Athugasemdir
                                                                
                                                        
 
        
 
                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                            
                        
        
         
                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                
                        
        
         
                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                        
                        
        
         
                    
        
         
                        
        
         
                

