Lewandowski, Anderson og Endrick orðaðir við Man Utd - Semenyo til Liverpool í janúar? - Barcelona skuldar - Toney til Tottenham?
   sun 09. febrúar 2025 13:46
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ítalía: Dybala hetja Roma gegn Venezia
Mynd: EPA
Venezia 0 - 1 Roma
0-1 Paulo Dybala ('57 , víti)

Roma hefur ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum eftir nauman sigur á Íslendingaliði Venezia í dag.

Venezia vildi fá vítaspyrnu snemma leiks þegar John Yeboah virtist skjóta boltanum í höndina á Gianluca Mancini en dómarinn dæmdi ekkert. Þá var atvikið skoðað lengi í VAR en það var sama niðurstaða, ekkert víti dæmt.

Mancini var líka í baráttunni hinu megin á vellinum því hann átti skalla að marki eftir aukaspyrnu frá Paulo Dybala en miðjumaðurinn Hans Nicolussi gerði sér lítið fyrir og bjargaði á línu.

Angelino fékk vítaspyrnu eftir tíu mínútna leik í seinni hálfleik. Dybala steig á punktinn og skoraði og tryggði Roma stigin þrjú.

Mikael Egill Ellertsson var í byrjunarliði Venezia en Bjarki Steinn Bjarkason kom inn á fyrir hann á 71. mínútu.

Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Milan 7 5 1 1 11 4 +7 16
2 Inter 7 5 0 2 18 8 +10 15
3 Napoli 7 5 0 2 12 7 +5 15
4 Roma 7 5 0 2 7 3 +4 15
5 Bologna 7 4 1 2 11 5 +6 13
6 Como 7 3 3 1 9 5 +4 12
7 Juventus 7 3 3 1 9 7 +2 12
8 Atalanta 7 2 5 0 11 5 +6 11
9 Sassuolo 7 3 1 3 8 8 0 10
10 Cremonese 7 2 4 1 8 9 -1 10
11 Udinese 7 2 3 2 7 10 -3 9
12 Lazio 7 2 2 3 10 7 +3 8
13 Cagliari 7 2 2 3 6 8 -2 8
14 Torino 7 2 2 3 6 13 -7 8
15 Parma 7 1 3 3 3 7 -4 6
16 Lecce 7 1 3 3 5 10 -5 6
17 Verona 7 0 4 3 2 9 -7 4
18 Fiorentina 7 0 3 4 5 10 -5 3
19 Genoa 7 0 3 4 3 9 -6 3
20 Pisa 7 0 3 4 3 10 -7 3
Athugasemdir
banner