Arsenal og Tottenham hafa áhuga á Kean - Man Utd sýndi Fermín López áhuga - Jota orðaður við Arsenal
banner
   sun 09. febrúar 2025 10:21
Elvar Geir Magnússon
Jónatan Guðni til Norrköping á 18 ára afmælisdeginum (Staðfest)
Jónatan Guðni Arnarsson.
Jónatan Guðni Arnarsson.
Mynd: Norrköping
Jónatan er keyptur frá Fjölni.
Jónatan er keyptur frá Fjölni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jónatan Guðni Arnarsson á átján ára afmæli í dag og hefur skrifað undir fjögurra ára samning við sænska félagið Norrköping. Vængmaðurinn er keyptur frá uppeldisfélagi sínu Fjölni og skrifaði undir samning til fjögurra ára.

„Jónatan fór í haust tvívegis til reynslu hjá sænska liðinu og stóð sig frábærlega vel og því ekki furða að þeir hafi nælt sér þennan magnaða leikmann og frábæra dreng. Til hamingju Jónatan með nýju vegferðina og til hamingju með 18 ára afmælisdaginn," segir í tilkynningu Fjölnis.

Jónatan Guðni lék nítján leiki í Lengjudeildnni í fyrra og skoraði eitt mark. Hann á níu landsleiki að baki fyrir yngri landslið Íslands og skorað í þeim tvö mörk.

Þakklátur fyrir þetta tækifæri
„Ég er mjög þakklátur fyrir þetta tækifæri. Ég er gríðarlega spenntur og þetta er eitthvað sem ég hef verið spenntur fyrir allt mitt líf. Ég er smá stressaður en tilbúinn að taka skrefið," segir Jónatan Guðni í viðtal við miðla Norrköping en þar er hann meðal annars spurður út í sína styrkleika.

„Að mæta leimönnum einn gegn einum er meðal styrkleika minna. Einvígi og að skapar færi. Mér hefur verið sagt að ég þurfi að leggja meira af mörkum varnarlega. Ég hef bætt mig í þeim þætti og er í að vinna í að verða enn betri."

Mikil hefð fyrir Íslendingum
Magni Fannberg er yfirmaður íþróttamála hjá Norrköping og segir hann að Jónatan fái gott umhverfi og stuðning til að þróast og verða betri sem leikmaður.

Það er mikil hefð fyrir íslenskum leikmönnum hjá Norrköping. Arnór Ingvi Traustason og Ísak Andri Sigurgeirsson eru á mála hjá liðinu, sem leikur í efstu deild sænska boltans.





Athugasemdir
banner
banner
banner
banner