Brighton er komið áfram í FA bikarnum eftir 2-1 heimasigur á Chelsea í gærkvöldi. Kaoru Mitoma reyndist hetja Brighton en hanns skoraði sigurmark leiksins.
Mikill áhugi var á Mitoma á gluggadeginum frá Al Nassr í Sádí Arabíu. Þeir buðu 72 milljónir punda í japanann.
Fabian Hurzeler, stjóri Brighton, sagði á blaðamannafundi eftir leikinn að Mitoma hafi aldrei viljað fara frá félaginu.
„Djúpt inni leið honum aldrei eins og honum langaði að fara, því hann veit hvað hann hvað hann hefur frá þessu félagi. Hann gefur okkur mikið og við erum ánægðir að vera með hann í liðinu.“
Hurzeler er lang yngsti stjóri deildarinnar en hann verður 32 ára í þessum mánuði. Næsti leikur Brighton er einmitt gegn Chelsea á heimavelli næsta föstudagskvöld.
Athugasemdir