Rashford lækkar launakröfur til að komast til Barcelona - Napoli vill Kiwior - Aston Villa í leit að markverði
Betkastið - Heiðar Helguson & Oliver Heiðarsson
Útvarpsþátturinn - Meistarar slegnir út og Arnór Gauti gestur
Grasrótin - 2. umferð, Vogarnir í stuði og 4. deild farin af stað
Tveggja Turna Tal - Samantha Smith
Hugarburðarbolti GW 36 Man Utd og Tottenham í 16 og 17 sæti!
Leiðin úr Lengjunni - Keflvíkingar brjálaðir og Grindvíkingar snúa heim
Tveggja Turna Tal - John Andrews
Betkastið - Upphitun 4&5.deild
Innkastið - Almarr með áhyggjur, sögulegt mark og Maggi fær VAR
Útvarpsþátturinn - Rautt í Keflavík og KR dúett úr Grafarvogi
Enski boltinn - Enn eitt titlalausa tímabilið og augun á Bilbao
Grasrótin - 1. umferð, KFA og Hvíti með statement
Tveggja Turna Tal - Guðbjörg Ýr Hilmarsdóttir
Asmir Begovic ræðir við Fótbolta.net - Spenntur að koma aftur til Íslands
Hugarburðarbolti GW 35a Cole Palmer svaf í 110 daga!
Betkastið - Upphitun 2 & 3.deild
Innkastið - Markaregn og málaliðar
Leiðin úr Lengjunni - Fyrsta umferð gerð upp
Tveggja Turna Tal - Adda Baldursdóttir
Útvarpsþátturinn - Lengjan hafin og Björn Hlynur naut sín í Liverpool
   mið 09. mars 2016 11:10
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Ragnar Bragi: Hélt að Hemmi væri einhver geðsjúklingur
Ragnar Bragi geysist fram.
Ragnar Bragi geysist fram.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Ragnar Bragi Sveinsson, sóknarleikmaður Fylkis, var gestur í útvarpsþættinum Fótbolti.net síðasta laugardag. Ragnar var nýkominn af æfingu með Fylki í loftbóluhúsinu í Hveragerði en Árbæjarliðið hefur verið á vergangi í vetur þar sem gervigrasvöllur þess í Árbænum er ekki boðlegur.

„Fullorðnir menn geta ekkert æft þarna. Þeir fá bara í bakið. Þetta er hrikalega hart og óþægilegt að vera þarna. Við erum bara hér og þar að æfa. Það er verið að reyna að púsla þessu eitthvað saman og við höfum verið að æfa snemma á morgnana og seint á kvöldin í Egilshöll," segir Ragnar en þrátt fyrir aðstöðuleysið hafa Fylkismenn leikið vel í vetur.

„Eftir því sem ég best veit erum við komnir með allan hópinn okkar núna. Þetta hefur bara verið fínt hjá okkur. Hemmi hefur fengið nokkra mánuði núna til að koma með sínar áherslur. Við erum búnir að vera með flottir en það telur ekkert inn í sumarið. Við þurfum að byggja ofan á þessu."

Pirrandi óstöðugleiki
Fylkismenn eru ákveðnir í að gera betur en í fyrra en það var tímabil vonbrigða. Stefnan var sett á að ná Evrópusæti en brösuglega gekk. Þjálfaraskipti urðu. Hermann Hreiðarsson tók við af Ásmundi Arnarssyni en niðurstaðan varð sjötta sætið.

„Djöfull var þetta leiðinlegt og ógeðslega pirrandi," segir Ragnar. „Við áttum kannski mjög góðan leik en gátum ekkert leikinn á eftir. Þetta liggur allt inni í hausnum á okkur. Hemmi er að leggja mikla áherslu á stöðugleika. Við höfum verið svo upp og niður. Þetta er eitthvað sem þarf að breytast ef við ætlum að gera eitthvað."

Ragnar er mjög ánægður með Hermann sem þjálfara og segir hann mun meiri „pælara" en margir halda.

„Ég þekkti Hemma ekkert áður en hann kom til okkar. Ég hélt að hann væri bara einhver geðsjúklingur sem væri hraunandi yfir alla og sparkandi í menn. Hemmi er að koma mér mikið á óvart. Hann er gríðarlega metnaðarfullur fyrir þessu og vill spila fótbolta, hann vill að liðið sé með boltann. Þetta hefur verið flott í vetur."

Fær ráð frá Eddie Howe
Hermann er vel tengdur í fótboltaheiminum og tekur Ragnar dæmi um að hann og Eddie Howe, knattspyrnustjóri Bournemouth, séu góðir félagar og í reglulegu sambandi.

„Hann er alltaf að afla sér þekkingar þannig. Það sem mér finnst gott við stjóra er að þeir séu góðir maður á mann. Ertu góður að horfa í andlitið á manni ef það koma upp vandamál? Þú finnur ekki stjóra sem er betri maður á mann en Hemmi og hann er mjög hreinskilinn."

Garðar Jóhannsson var síðasta haust ráðinn sem spilandi aðstoðarþjálfari Hermanns.

„Gaddi er sóknarmaður og mér fannst mjög gott að fá þetta jafnvægi. Fá mann fyrir okkur sem erum fram á við. Svo er hann með rosalega mikla reynslu og kemur með helling fyrir okkur. Fyrir mig persónulega er það drullugott," segir Ragnar sem hefur verið iðinn við kolann í markaskorun á undirbúningstímabilinu.

„Við erum að spila öðruvísi fótbolta núna. Það er allt annað fyrir mig að spila, hafa Hemma á bakinu. Það hefur verið miklu betra flæði hjá okkur en við gerum okkur grein fyrir því að það er undirbúningstímabil."

Ragnar viðurkennir það fúslega að hann hafi verið of sveiflukenndur í sinni frammistöðu á undirbúningstímabilinu.

„Maður reynir að vinna í þessu sjálfur. Það þarf að vera stöðugleiki og þá getur maður farið að gera þetta almennilega. Ef ég næ að halda því áfram sem ég hef verið að gera er bjart framundan."

Viðtalið má heyra í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner