Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   mán 09. mars 2020 18:00
Elvar Geir Magnússon
Havertz yngstur til að skora 30 mörk í Bundesligunni
Kai Havertz, leikmaður Bayer Leverkusen, varð um helgina yngsti leikmaðurinn sem nær 30 mörkum í þýsku Bundesligunni.

Havertz hefur á þessu tímabili verið notaður aftar en hann spilaði á síðasta tímabili en hann var í 'holunni' í 4-0 sigrinum gegn Eintracht Frankfurt og skoraði eitt af mörkum leiksins.

„Hann er með allan pakkann. Síðan um áramótin hefur Kai Havertz sýnt sínar bestu hliðar og hann er gríðarlega mikilvægur fyrir liðið," segir Peter Bosz, stjóri Leverkusen.

Havertz , sem er 20 ára, hefur meðal annars verið sterklega orðaður við Liverpool.

Líklegt er að Jadon Sancho, leikmaður Dortmund, muni þó bráðlega slá þetta met Havertz en Sancho verður tvítugur í mars og er kominn með 27 mörk í þýsku Bundesligunni.
Athugasemdir
banner
banner