Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
banner
   þri 09. mars 2021 10:30
Magnús Már Einarsson
Rashford ekki alvarlega meiddur
Marcus Rashford, framherji Manchester United, er ekki alvarlega meiddur á ökkla eins og óttast var.

Rashford fór af velli í sigrinum gegn Manchester City á sunnudag og í gær fór hann í skoðanir vegna meiðslanna.

Rashford er ekki með slitin liðbönd eins og óttast var en ökkli hans er þó talsvert bólginn.

Ólíklegt er að Rashford verði með gegn AC Milan í Evrópudeildinni á fimmtudag en hann gæti náð leiknum gegn West Ham í ensku úrvalsdeildinni á sunnudag.
Athugasemdir
banner