Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
   fös 09. apríl 2021 22:35
Victor Pálsson
Félagaskiptin komu Minamino verulega á óvart
Takumi Minamino bjóst ekki við því að ganga í raðir Southampton í janúar en sú skipti komu mörgum á óvart.

Minamino gekk í raðir Liverpool í fyrra frá RB Salzburg en samkeppnin í fremstu víglínu liðsins er mikil.

Southampton ákvað því að reyna við Japanann sem skrifaði undir lánssamning út tímabilið á St. Mary's.

Minamino er bundinn Liverpool til ársins 2024 en hann hefur skorað tvö mörk í sex leikjum fyrir Southampton á tímabilinu.

„Þetta var á lokadegi félagaskiptagluggans, eftir æfingu í kringum fimm leitið þá var hringt í mig og þetta gerðist bara," sagði Minamino.

„Ég bjóst alls ekki við þessu svo ég var líklega jafn hissa og allir aðrir þegar ég fékk símtalið."

„Tilfinningin var góð. Þetta var frábært tækifæri fyrir mig. Ég vildi grípa það og þess vegna kom ég."
Athugasemdir
banner