Stuðningsmenn Arsenal stigu trylltan dans í gærkvöldi þegar liðið þeirra vann 3-0 gegn stórveldi Real Madrid í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.
Meðan á leiknum stóð heyrðist hátt í stuðningsmönnum Arsenal og sungu þeir meðal annars um að Real Madrid væri bara Tottenham í dulargervi.
„Eruð þið Tottenham í dulargervi?" spurðu áhorfendur á Emirates í gær.
Eftir leikinn nýttu einhverjir stuðningsmenn Arsenal tækifærið til að hlæja að stuðningsmönnum Real Madrid sem voru í London. Seinni leikurinn er samt eftir og ekki útilokað að þetta muni koma í bakið á stuðningsmönnum.
Myndbönd má sjá hér að neðan.
Arsenal fans chanting “Are you Tottenham in disguise?” to Real Madrid
byu/kanaru84 insoccer
Athugasemdir