Arsenal vill tyrkneska stjörnu - Liverpool og Man Utd skoða miðjumenn á Ítalíu - Modric á förum frá Real Madrid?
   mið 09. apríl 2025 12:45
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hin hliðin - Sylvía Birgisdóttir (Fram)
Mynd: Toggipop
Erfitt að eiga við Þórdísi.
Erfitt að eiga við Þórdísi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Birgir seigur þjálfari. Hann er stjúppabbi Þórdísar sem er á myndinni hér að ofan og kenndi henni margt.
Birgir seigur þjálfari. Hann er stjúppabbi Þórdísar sem er á myndinni hér að ofan og kenndi henni margt.
Mynd: Aðsend
Alltaf til staðar.
Alltaf til staðar.
Mynd: Toggipop
Sælar stelpur.
Sælar stelpur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tæki Samönthu frá Blikum.
Tæki Samönthu frá Blikum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Dýrkuð.
Dýrkuð.
Mynd: Toggipop
Sylvía er bakvörður sem á að baki 86 meistaraflokksleiki á sínum ferli. Hún hefur spilað með Álftanesi, Stjörnunni, Skínanda, Tindastóli, Haukum og Fram á sínum ferli.

Hún hjálpaði Fram að komast upp úr Lengjudeildinni í fyrra og getur í sumar bætt við þá 13 leiki sem hún hefur þegar spilað í efstu deild. Í dag sýnir Sylvía á sér hina hliðina.

Fullt nafn: Sylvía Birgisdóttir

Gælunafn: Vel valdir fá að kalla mig Sylla Bigg, en er líka stundum kölluð Sylvie

Aldur: verð 24 í júlí

Hjúskaparstaða: mjög svo mikið á föstu

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki og er eitthvað minnisstætt úr leiknum: 2016 með Skínanda ef það telst með, minnir að það hafi verið leikmaður sem lét sig hverfa eftir að byrjunarliðið var tilkynnt af því hún var ekki að starta.

Uppáhalds drykkur: fer eftir hvernig stuði ég er í en dettur í hug grænn Vit Hit, Collab og kókómjólk

Uppáhalds matsölustaður: Elska Eiriksson Brasserie, en verð líka að gefa Yuzu shout því svartpipar kjúllaborgarinn þeirra er á öðru leveli góður

Uppáhalds tölvuleikur: spila eiginlega ekki tölvuleiki en í æsku voru það Lego Star Wars og Lego Indiana Jones

Áttu hlutabréf eða rafmynt: Nei ekki ennþá

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: á nokkra go to þætti sem ég elska en akkúrat núna er það Severance, insane góðir

Uppáhalds tónlistarmaður: Aron Can geitin í leiknum

Uppáhalds hlaðvarp: Teboðið svo heilalaust en samt svo skemmtilegt

Uppáhalds samfélagsmiðill: skammast mín smá fyrir það en verð að segja tiktok atm

Fyrsta síðan sem þú ferð á þegar þú opnar netið: ætli það sé ekki Google eða kannski Chat GPT

Fyndnasti Íslendingurinn: Pétur Jóhann eða kannski Steindi Jr.

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: SYLLA BIGG NENNIRÐU AÐ KJÓSA VÖKU Á UGLUNNI

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: aldrei segja aldrei, en er búin að prófa að spila út á landi og óhætt að segja að ég muni ekki gera það aftur.

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Samantha Smith í Blikum, hún er fáránlega góð

Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Held mjög mikið uppá Birgi Jónasson, en svo verð ég líka að segja Óskar, hann hefur hjálpað mér að komast á þann stað sem ég er á í dag.

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: langar eiginlega bara segja allt Gróttu liðið eins og það leggur sig.

Hver var fyrirmyndin þín í­ æsku: Örugglega bara mamma og pabbi

Sætasti sigurinn: ætli það verði ekki bara að vera síðasti leikur tímabilsins í fyrra á móti FHL þegar við tryggðum sæti í Bestu deildinni.

Mestu vonbrigðin: örugglega bara hvað ég hef verið óheppin með meiðsli í gegnum tíðina.

Uppáhalds lið í enska: Arsenal

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: klárlega Samantha Smith

Efnilegasti fótboltamaður/kona landsins: Ragnheiður Þórunn í Val

Fallegasti fótboltamaðurinn á Íslandi: heyrðu ætla bara segja bróðir minn hann Adolf Daði í Stjörnunni, hann er líka á lausu fyrir áhugasama ;)

Fallegasta fótboltakonan á Íslandi: Elín Metta er ein fallegasta kona Íslands punktur

Besti fótboltamaðurinn frá upphafi: Cristiano Ronaldo

Ein regla í fótbolta sem þú myndir breyta: úff veit ekki, er fótbolti ekki bara fullkominn?

Uppáhalds staður á Íslandi: Álftanesið

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: ég veit ekki alveg, en ætla bara segja alltaf gaman að leggja upp mörk.

Ertu með einhverja hjátrú tengda fótbolta: nei trúi ekki á neitt svoleiðis bull!!!

Fyrir utan fótbolta, fylgist þú með öðrum íþróttum: neyðist stundum til að horfa á körfuna með kæró.

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Var að skipta yfir í Nike phantom, þeir eru geggjaðir.

Í hverju varstu/ertu lélegastur í­ skóla: Er ógeðslega léleg í tölvunarfræði.

Vandræðalegasta augnablik: Var einhvern tímann að spila æfingaleik á móti blikum og minnir að það hafi verið Þórdís Hrönn sem var á kantinum á móti mér og ég var að reyna bakka mjög hratt með henni þar sem hún er helvíti fljót og flaug á hausinn og hún skoraði, ekki gott moment.

Hvaða þremur leikmönnum byðir þú í mat og af hverju: sko ég er það antisocial að það yrði að vera einhver sem ég þekki nokkuð vel, ætla segja bara Írena Björk, Ólína Sif og Þóra Rún, við myndum líklegast detta á mjög gott trúnó.

Bestur/best í klefanum og af hverju: Írena Björk einfaldlega því hún er alltaf til staðar.

Hvern í liðinu þínu myndirðu velja til að taka þátt í sjónvarpsþáttaröð: Væri til í að sjá Júlíu, Olgu og Thelmu Lind í Alheimsdraumnum, þær myndu skvísa yfir sig og líklegast ekki endast í meira en einn dag.

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: er insane hrædd við sjóinn, en elska samt að fara ströndina.

Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Una Rós hélt hún væri algjör bitch, en dýrka hana.

Hverju laugstu síðast: laug örugglega bara síðast að sjálfri að ég þyrfti ekki að læra, sem ég þurfti svo sannarlega að gera.

Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: Varnarfærslur með Pálma, sorry Pálmi.

Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er: Hver yrði spurningin og hvern myndiru spyrja: myndi spyrja Theo James “is it real” þeir vita sem vita.

Einhver skilaboð til stuðningsmanna fyrir sumarið: Allir á völlinn og áfram Fram!!
Athugasemdir
banner
banner
banner