
„Ég er mjög ánægður með þrjú stig, tók sinn tíma. HK/Víkingur stóð sig frábærlega í dag, virkilega flott og vel skipulagt lið. Margir góðir leikmenn í þessu liði og ég held að þær eigi eftir að ná mörgum stigum af liðum í sumar ef þær ætla að standa sig svona vel.“ sagði Donni eftir 3 - 0 sigur á HK/Víking.
Lestu um leikinn: Þór/KA 3 - 0 HK/Víkingur
HK/Víkingur átti mjög góðan fyrri hálfleik og Þór/KA náðu lítið að skapa sér.
„Nei alls ekki, ég held að þær hafi bara staðið sig vel. Mér fannst þær loka vel á það sem við ætluðum að gera. Alls ekkert vanmat, við komum af fullum krafti.“
Maggý Lárentsínusdóttir leikmaður HK/Víkings fékk rautt spjald á 57 mínútum.
„Gult spjald klárlega, ekki rautt spjald að mínu viti. Ég hélt að þetta væru nýju reglurnar og það var ekki einn einasti kjaftur í okkar liði sem bað um rautt spjald. Mér fannst þetta bara vera gult spjald. Dómarinn var óheppinn í sinni ákvörðun að þessu sinni, það verður bara að hafa það.“
Næsti leikur Þór/KA er á móti ÍBV á útivelli á sunnudaginn.
„Leggst ótrúlega vel í okkur, ÍBV er frábært lið og við fáum að fara á eitt skemmtilegast vallarstæði heims. Bara rosa spenntur fyrir því að fá að fljúga til eyjunar fögru og spila á móti mjög sterku ÍBV liði.“
Athugasemdir