Amorim langt frá því að hætta - Wirtz fundaði með City - Ensk stórlið vilja Rodrygo
Hektor Bergmann: Þetta er besta tilfinning í heimi
Jökull eftir sigur í vító: „Eigum sittera fyrir framan markið“
Alexander Aron: Hægt að fara með þennan leik upp í KSÍ og kenna hvernig á að spila fótbolta
Maggi: Fer ekkert ofan af því að það væri fínt að fá VAR til Íslands
Elmar Kári: Draumur að fá þann heiður að taka þátt í þessu verkefni
Pressa á Jóni Þór? - „Það er alveg klárt mál"
Venni sló á létta strengi: Evrópudraumurinn er farinn
Túfa: Að mínu mati eitt af þremur bestu liðunum í Lengjudeildinni
Oliver: Þrennan hefði mátt detta
„Það eru bara hærri hlaupatölur þegar við spilum við KR en önnur lið"
Óskar Hrafn: Í dag duttum við af hjólinu
„Veit ekki hvort að menn hafi haldið að þetta kæmi að sjálfu sér"
Brynjar Kristmunds: Þurftum að bera ákveðna virðingu fyrir því
Bjarni Jó: Heppnaðist illa og ég tek það á mig
Siggi Höskulds: Erum að spyrja fullt af spurningum
Gylfi Tryggvason: Svo kemur Lotta bara með einhverja töfra
Karlotta: Ég er bara stolt af liðinu og þetta var góður sigur
John Andrews: Stundum þegar þú ert að spila hræddur þrýstir þér það upp á næsta stig
Óli Kristjáns: Bara feikilega ánægður
Álfa: Við viljum bara komast í úrslit
   mið 09. maí 2018 22:38
Ester Ósk Árnadóttir
Donni: Gult spjald klárlega en ekki rautt
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
„Ég er mjög ánægður með þrjú stig, tók sinn tíma. HK/Víkingur stóð sig frábærlega í dag, virkilega flott og vel skipulagt lið. Margir góðir leikmenn í þessu liði og ég held að þær eigi eftir að ná mörgum stigum af liðum í sumar ef þær ætla að standa sig svona vel.“ sagði Donni eftir 3 - 0 sigur á HK/Víking.

Lestu um leikinn: Þór/KA 3 -  0 HK/Víkingur

HK/Víkingur átti mjög góðan fyrri hálfleik og Þór/KA náðu lítið að skapa sér.

„Nei alls ekki, ég held að þær hafi bara staðið sig vel. Mér fannst þær loka vel á það sem við ætluðum að gera. Alls ekkert vanmat, við komum af fullum krafti.“

Maggý Lárentsínusdóttir leikmaður HK/Víkings fékk rautt spjald á 57 mínútum.

„Gult spjald klárlega, ekki rautt spjald að mínu viti. Ég hélt að þetta væru nýju reglurnar og það var ekki einn einasti kjaftur í okkar liði sem bað um rautt spjald. Mér fannst þetta bara vera gult spjald. Dómarinn var óheppinn í sinni ákvörðun að þessu sinni, það verður bara að hafa það.“

Næsti leikur Þór/KA er á móti ÍBV á útivelli á sunnudaginn.

„Leggst ótrúlega vel í okkur, ÍBV er frábært lið og við fáum að fara á eitt skemmtilegast vallarstæði heims. Bara rosa spenntur fyrir því að fá að fljúga til eyjunar fögru og spila á móti mjög sterku ÍBV liði.“
Athugasemdir
banner
banner