Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   mán 09. maí 2022 10:30
Elvar Geir Magnússon
Sjáðu atvikin: Víkingar áttu allavega að fá tvö víti
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Fyrir mér þá átti hann að dæma þrjár vítaspyrnur hér í kvöld, tveir dómar mjööög augljósir og sá síðasti smá erfitt að sjá en engu að síður agaleg frammistaða í kvöld hjá Þorvaldi," skrifaði Arnar Laufdal Arnarsson, fréttamaður Fótbolta.net, í skýrslu úr markalausu jafntefli Leiknis og Víkings í gær.

Liðin skildu jöfn í Breiðholti en Víkingar fóru illa með góð færi í leiknum og þá var liðið ósátt í allavega tvígang með að Þorvaldur Árnason dómari hafi ekki dæmt víti.

„Dómararnir eiga stundum "off" dag en ég hefði viljað sjá þá beita meiri skynsemi í þessum brotum það er svo augljóst í mínum augum þegar að Niko sparkar boltanum út af og boltinn fer svo langt í áttina frá markinu og það er svo augljóst það er bara Niko sem kemur við boltann. Það þarf engan stjarneðlisfræðing til að sjá það en þeir áttu bara off dag," sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, í viðtali eftir leik.

Rætt var um þessar ákvarðanir dómaranna í Stúkunni á Stöð 2 Sport í gær og má sjá umræðuna hér að neðan.


Athugasemdir
banner
banner
banner