29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
   sun 08. maí 2022 21:49
Arnar Laufdal Arnarsson
Arnar Gunnlaugs: Dómararnir eiga stundum "off" dag
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Arnar Gunnlaugsson var gríðarlega svekktur eftir 0-0 jafntefli gegn Leikni í síðasta leik 4. umferðarinnar í Bestu Deild karla.

"Mér fannst frammistaða okkar góð miðað við hræðilegar aðstæður, við reyndum og reyndum og sköpuðum nokkur dauðafæri, mér fannst við vera með góða stjórn á leiknum, erfiður dagur erfiðar aðstæður og mjög fúlt að ná ekki í sigur" Sagði Arnar í viðtali eftir leik.


Lestu um leikinn: Leiknir R. 0 -  0 Víkingur R.

Víkingar mega vera brjálaðir út í Þorvald Árnason dómara þar sem Víkingar áttu að fá að minnsta kosti tvær vítaspyrnur ef ekki þrjár.

"Dómararnir eiga stundum "off" dag en ég hefði viljað sjá þá beita meiri skynsemi í þessum brotum það er svo augljóst í mínum augum þegar að Niko sparkar boltanum út af og boltinn fer svo langt í áttina frá markinu og það er svo augljóst það er bara Niko sem kemur við boltann. Það þarf engan stjarneðlisfræðing til að sjá það en þeir áttu bara off dag"

VAR í Bestu Deildina að mati Arnars?

"Ef það er eitthvað land sem þarf á VAR að halda þá er það Ísland, mér finnst samt dómgæslan hafa verið góð í sumar því þeir hafa verið að láta leikinn fljóta vel en ef þú ferð yfir leikinn þá er mikið af stórum atriðum sem gerir það að verkum að sum lið eru ofar en önnur í þessari deild og þar myndi VAR klárlega hjálpa"

Viðtalið má sjá hér í heild sinni fyrir ofan þar sem að Arnar talar um að elta Breiðablik, leikmannamál og annað.


Athugasemdir
banner