Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck „leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik"
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
   sun 08. maí 2022 21:49
Arnar Laufdal Arnarsson
Arnar Gunnlaugs: Dómararnir eiga stundum "off" dag
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Arnar Gunnlaugsson var gríðarlega svekktur eftir 0-0 jafntefli gegn Leikni í síðasta leik 4. umferðarinnar í Bestu Deild karla.

"Mér fannst frammistaða okkar góð miðað við hræðilegar aðstæður, við reyndum og reyndum og sköpuðum nokkur dauðafæri, mér fannst við vera með góða stjórn á leiknum, erfiður dagur erfiðar aðstæður og mjög fúlt að ná ekki í sigur" Sagði Arnar í viðtali eftir leik.


Lestu um leikinn: Leiknir R. 0 -  0 Víkingur R.

Víkingar mega vera brjálaðir út í Þorvald Árnason dómara þar sem Víkingar áttu að fá að minnsta kosti tvær vítaspyrnur ef ekki þrjár.

"Dómararnir eiga stundum "off" dag en ég hefði viljað sjá þá beita meiri skynsemi í þessum brotum það er svo augljóst í mínum augum þegar að Niko sparkar boltanum út af og boltinn fer svo langt í áttina frá markinu og það er svo augljóst það er bara Niko sem kemur við boltann. Það þarf engan stjarneðlisfræðing til að sjá það en þeir áttu bara off dag"

VAR í Bestu Deildina að mati Arnars?

"Ef það er eitthvað land sem þarf á VAR að halda þá er það Ísland, mér finnst samt dómgæslan hafa verið góð í sumar því þeir hafa verið að láta leikinn fljóta vel en ef þú ferð yfir leikinn þá er mikið af stórum atriðum sem gerir það að verkum að sum lið eru ofar en önnur í þessari deild og þar myndi VAR klárlega hjálpa"

Viðtalið má sjá hér í heild sinni fyrir ofan þar sem að Arnar talar um að elta Breiðablik, leikmannamál og annað.


Athugasemdir