Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
Finnst línan vera óskýr - „Þeir máttu það í dag“
Alltaf skemmtilegustu leikirnir - „Ég er með eitraða hægri löpp"
Hinrik Harðar: Mikil ábyrgð að vera kominn í ÍA
Rúnar Páll: Það er það sem Fylkir gengur út á
Jón Þór: Vil byrja mótið 1. mars
Amanda: Markmiðið er að fara aftur út en fókusinn er á Val
Jóhann Kristinn: Mér fannst við ekki komast yfir spennuna
Haddi: Meira svekktur með frammistöðuna en að hafa fengið á okkur mark
Pétur: Allt öðruvísi en gegn Víkingum
Fyrirliðinn ánægður með fyrsta sigurinn - „Þvílíkur bónus að koma marki inn í lokin"
   sun 08. maí 2022 21:49
Arnar Laufdal Arnarsson
Arnar Gunnlaugs: Dómararnir eiga stundum "off" dag
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Arnar Gunnlaugsson var gríðarlega svekktur eftir 0-0 jafntefli gegn Leikni í síðasta leik 4. umferðarinnar í Bestu Deild karla.

"Mér fannst frammistaða okkar góð miðað við hræðilegar aðstæður, við reyndum og reyndum og sköpuðum nokkur dauðafæri, mér fannst við vera með góða stjórn á leiknum, erfiður dagur erfiðar aðstæður og mjög fúlt að ná ekki í sigur" Sagði Arnar í viðtali eftir leik.


Lestu um leikinn: Leiknir R. 0 -  0 Víkingur R.

Víkingar mega vera brjálaðir út í Þorvald Árnason dómara þar sem Víkingar áttu að fá að minnsta kosti tvær vítaspyrnur ef ekki þrjár.

"Dómararnir eiga stundum "off" dag en ég hefði viljað sjá þá beita meiri skynsemi í þessum brotum það er svo augljóst í mínum augum þegar að Niko sparkar boltanum út af og boltinn fer svo langt í áttina frá markinu og það er svo augljóst það er bara Niko sem kemur við boltann. Það þarf engan stjarneðlisfræðing til að sjá það en þeir áttu bara off dag"

VAR í Bestu Deildina að mati Arnars?

"Ef það er eitthvað land sem þarf á VAR að halda þá er það Ísland, mér finnst samt dómgæslan hafa verið góð í sumar því þeir hafa verið að láta leikinn fljóta vel en ef þú ferð yfir leikinn þá er mikið af stórum atriðum sem gerir það að verkum að sum lið eru ofar en önnur í þessari deild og þar myndi VAR klárlega hjálpa"

Viðtalið má sjá hér í heild sinni fyrir ofan þar sem að Arnar talar um að elta Breiðablik, leikmannamál og annað.


Athugasemdir
banner
banner