Klopp hefur áhuga á Malen - Hvert fer Osimhen? - Juventus leitar að manni í stað Pogba - Man Utd og Chelsea berjast um brasilískan miðjumann
banner
   fös 09. júní 2023 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Veiddi fisk á heimavelli Sassuolo
Mynd: EPA

Sassuolo spilar heimaleiki sína á Mapei leikvanginum, sem hefur vakið athygli vegna síkis sem aðskilur áhorfendapallana að frá fótboltavellinum.


Það er vatn í síkinu til að gera áhorfendum erfitt að ryðjast inn á völlinn, en vatnið kemur úr nærliggjandi á og má finna nokkuð af fiskum í því.

Áhorfendur hafa þess vegna tekið uppá því að mæta á völlinn vopnaðir veiðistöngum, eins og má sjá í myndböndunum hér fyrir neðan.

Lokaleikur ítalska deildartímabilsins fer fram á Mapei leikvanginum á sunnudaginn 11. júní. Þar eigast Verona og Spezia við í úrslitaleik um sæti í Serie A deildinni eftir að hafa endað jöfn á stigum í fallbaráttunni.


Athugasemdir
banner
banner
banner