Tottenham vill Eze - Belgi orðaður við Arsenal - Man Utd í viðræðum um Rabiot
banner
   sun 09. júní 2024 15:13
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Hlín lagði upp í svekkjandi jafntefli
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Hlín Eiríksdóttir lagði upp þegar Kristianstad gerði jafntefli gegn Hacken í sænsku deildinni í dag.


Hacken var með 1-0 forystu í hálfleik en Kristianstad jafnaði metin snemma í síðari hálfleik.

Eftir tæplega klukkutíma leik lagði Hlínboltann út í teiginn á Emmi Alanen sem skoraði. Það stefndi í sigur Kristianstad en þegar tvær mínútur voru komnar framyfir venjulegan leiktíma jafnaði Hacken metin og þar við sat.

Hlín lék allan leikinn eins og Katla Tryggvadóttir og Guðný Árnadóttir.

Kristianstad hefði farið upp í 2. sæti deildarinnar með sigri, upp fyrir Hacken en liðið er með 19 stig eftir 9 umferðir í þriðja sæti.


Athugasemdir
banner
banner
banner