Man Utd gæti reynt við Pope - Arsenal vonar að Palace lækki verðið á Eze
FH skrifaði söguna - „Það verður bara veisla á Laugardalsvelli"
„Svolítið bras á okkur í fyrri hálfleik"
Venni: Þetta veðmál gékk upp í dag
Arnar: Maður getur ekki verið vondur þegar menn eru að reyna að gera réttu hluti
Gústi Gylfa: Á meðan við skorum ekki mörk þá endar þetta á verstan veg
Gunnar Heiðar: Litum við bara mjög vel út og mörkin frábær
„Erfitt að kyngja þessu og vera 'humble' og 'gracefull' því við áttum eitthvað skilið úr þessum leik"
Haraldur Freyr: Við stefnum klárlega á að komast í umspilið
Kári Kristjáns: Þjálfarinn í Danmörku hætti óvænt og smá kaos
Siggi gríðarlega ánægður með Affi: Búinn að sýna það sem við vonuðumst eftir
„Sennilega ógeðslegasta mark sem við höfum fengið á okkur"
Höskuldur: Ætlum ekki að bregðast við eins og krakki á N1 mótinu
Dóri Árna: Tökum þessum leik mjög alvarlega
Benedikt Warén: Það verður skemmtilegra að mæta á æfingar
Jökull: Mjög hissa ef það er hægt að færa rök gegn því
Magnús Már um rauða spjaldið - „Það litar leikinn svakalega mikið"
Bestur í Mjólkurbikarnum: Mætir bróður sínum í úrslitaleiknum
Heimsóknin - KFG og Víkingur Ó
Simon Tibbling: Mér líður pínu eins og við höfum unnið
Rúnar Kristins: Stálum kannski þessu eina stigi?
   mán 09. júní 2025 19:22
Anton Freyr Jónsson
Leiknisvöllur
„Kærkomið að snúa þessu við og sýna stuðningsmönnum okkar að við erum á réttu róli"
Lengjudeildin
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

„Mér líður virkilega vel. Það fór um mann þarna þegar þeir skoruðu, þeir eru með mikið baráttulið og erfitt að mæta þeim. Þeir voru að sinna basic vinnunni í gegnum allan leikinn og það var erfitt að brjóta þá." sagði Ágúst Þór Gylfason þjálfari Leiknir R eftir 3-1 sigurinn á Völsung á Domusnovavellinum í Breiðholti í dag.


Lestu um leikinn: Leiknir R. 3 -  1 Völsungur

„Þeir sköpuðu sér nokkur góð færi og að fá markið í andlitið var erfitt en við snúum þessu við með þremur mörkum hérna á heimavelli sem er aðaleinkenni Leiknis liðsins, það kemur enginn hingað og tekur neitt frá okkur og það var kærkomið að snúa þessu við og sýna stuðningsmönnum okkar að við erum á réttu róli."

Ágúst Gylfason tók við Leikni á dögunum þegar Ólafur Hrannar lét af störfum. Hvað hefur breyst? 

„Ég kem inn í þetta og fæ hluta af teyminu sem er búið að vinna með liðinu og Óli Hrannar er búin að gera vel með Leiknisliðið, bæði í fyrra þegar hann tók við á erfiðum tímum og snéri trendinu við og hélt áfram núna og því miður hefur það ekki gengið sem skyldi í byrjun móts og ég verð líka bara að þakka honum fyrir og þjálfateyminu fyrir að hjálpa mér að snúa þessu við ásamt leikmönnum."


Athugasemdir
banner