Man Utd hefur áhuga á að fá Baleba frá Brighton - Everton í viðræðum um Grealish - Newcastle vill McGinn
   þri 09. júlí 2013 16:09
Magnús Már Einarsson
Gilles Mbang Ondo: Valur bauð mér samning
Gilles Mbang Ondo.
Gilles Mbang Ondo.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gilles Mbang Ondo segist hafa fengið tilboð frá Val eftir að hafa æft með félaginu í síðustu viku. Ondo æfði með Val en Magnús Gylfason þjálfari liðsins sagði við Morgunblaðið í gær að leikmaðurinn hefði ekki náð að heilla nóg til að samið yrði við hann.

Ondo er ósáttur með þessi ummæli Magnúsar en hann segist hafa fengið samningstilboð frá Val.

,,Við spiluðum æfingaleik og ég skoraði fjögur mörk. Magnús sagðist vilja fá mig til félagsins," sagði Ondo í samtali við Fótbolta.net í dag.

,,Þeir buðu mér samning en ég kom með gagntilboð sem þeir gátu ekki samþykkt. Við náðum því ekki samkomulagi. Þeir mega ekki ljúga."

Ondo lék síðast með Al Nejmeh í Líbanon og hann er með samningstilboð þaðan sem og frá fleiri félögum.

,,Ég er núna með fjögur tilboð í höndunum. Frá fyrrum félagi mínu í Dubai, Nejmeh í Líbanon, félagi í Kína og félagi í Svíþjóð."
Athugasemdir