fim 09. júlí 2020 19:24
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Veðmálaauglýsingar bannaðar á treyjum spænskra liða
Þessi auglýsing á treyju Valencia er ekki leyfileg samkvæmt nýrri reglugerð.
Þessi auglýsing á treyju Valencia er ekki leyfileg samkvæmt nýrri reglugerð.
Mynd: Getty Images
Veðmálaauglýsingar í spænska fótboltanum munu brátt heyra sögunni til. Nýjar reglur voru kynntar í dag að félög mega ekki auglýsa veðmálaauglýsingar á treyjum sinna liða eða á vellinum sjálfum.

Þessi reglugerð var upphaflega kynnt í febrúar en nú er búið að ýta henni í gegn. Alberto Garzon, Neytendamálaráðherra Spánar kynnti þetta í dag.

Sjónvarps- og útvarpsrásir mega þá eingöngu auglýsa veðmálafyrirtæki milli klukkan eitt og fimm eftir miðnætti. Þau félög sem eru með samning við veðmálafyrirtæki hafa nú samkvæmt Marca þrjá mánuði til að aðlagast þessum reglum. Reglurnar taka gildi eftir að yfirstandandi leiktíð lýkur.

Veðmálaauglýsingar almennt verða að innihalda þær upplýsingar að þeir sem yngri en átján ára eru megi ekki veðja.

Það er ljóst að spænsk félög munu finna fyrir þessari reglubreytingu þar sem mörg þeirra auglýsa hin ýmsu veðmálafyrirtæki á treyjum sínum. Átta La Liga félög eru með veðmálafyrirtæki sem sinn aðalstyrktaraðila samkvæmt Daily Mail.
Athugasemdir
banner
banner
banner