Gríntilboð í Ederson - Trafford gæti verið á heimleið - Simons í ensku úrvalsdeildina?
Birnir Snær: Alltof gott lið til að vera í fallbaráttu
Lárus Orri svekktur: Lá í loftinu að við myndum setja jöfnunarmarkið
Hallgrímur Mar: Himinlifandi að fá svona gæðaleikmann til okkar
Haddi: Ánægður með stjórnina að bakka okkur upp
Jóhann Birnir: Dálítið skrítinn leikur
Mjög ósáttur með spilamennsku Völsungs
Davíð Smári: Óþægilegt að láta fjórða dómarann garga og garga á mig
Damir: Það er bara ekkert eðlilega stressandi
Arnór Sveinn: Við þurfum bara að vera sannir okkur
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
Hemmi Hreiðars: Þeir lágu í vellinum og töfðu
   þri 09. júlí 2024 16:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Laugardalsvelli
Bíður eftir rétta liðinu - „Þetta er flott tækifæri fyrir okkur"
Icelandair
Ingibjörg Sigurðardóttir.
Ingibjörg Sigurðardóttir.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Ingibjörg fyrir landsliðsæfingu.
Ingibjörg fyrir landsliðsæfingu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er mjög spennt fyrir þessum leikjum. Vonandi getum við fagnað vel eftir þetta verkefni," sagði landsliðskonan Ingibjörg Sigurðardóttir fyrir æfingu Íslands í dag.

Framundan eru tveir síðustu leikirnir í undankeppni EM. Ísland mætir Þýskalandi á Laugardalsvelli föstudaginn 12. júlí og Póllandi ytra þriðjudaginn 16. júlí. Ísland er í öðru sæti þegar tveir leikir eru eftir af undankeppninni. Tvö efstu liðin fara áfram beint í lokakeppni EM 2025.

Stelpurnar geta tryggt sig inn á EM með sigri gegn Þýskalandi á föstudaginn.

„Ég er spennt að spila þennan leik. Það er alltaf gaman að spila gegn Þýskalandi og það væri ótrúlega sætt ef við gætum fengið eitthvað gott út úr þessum leik og fagna því hérna á heimavelli."

Ingibjörg spilaði síðustu mánuði með Duisburg í Þýskalandi og þekkir leikmenn þýska landsliðsins vel.

„Já, mjög vel. Það er einmitt ástæðan fyrir því að maður fer í þessari sterkari deildir: Til að spila á móti þessum leikmönnum."

Ingibjörg er án félags þessa stundina og er að skoða sín mál.

„Þetta er svolítið skrítin staða, að fara inn í landsliðsglugga og ekki vera með neitt öryggi í kringum það. Þetta er langur gluggi og ég er enn bara að bíða eftir því rétta fyrir mig," segir Ingibjörg.

„Við erum nokkrar hérna án félags og þetta er flott tækifæri fyrir okkur. Það hefur enn ekkert nógu spennandi komið. Það hafa þó nokkur félög heyrt í mér en ekkert sem ég hef áhuga á."

Hún kveðst spennt fyrir stærstu deildunum og England sé sérstaklega spennandi. Hægt er að horfa á viðtalið í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner