Óvíst hvort Casemiro og Maguire verði áfram hjá Man Utd - Glasner ætlar ekki að framlengja - Joelinton gæti farið frá Newcastle
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
   þri 09. júlí 2024 16:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Laugardalsvelli
Bíður eftir rétta liðinu - „Þetta er flott tækifæri fyrir okkur"
Icelandair
Ingibjörg Sigurðardóttir.
Ingibjörg Sigurðardóttir.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Ingibjörg fyrir landsliðsæfingu.
Ingibjörg fyrir landsliðsæfingu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er mjög spennt fyrir þessum leikjum. Vonandi getum við fagnað vel eftir þetta verkefni," sagði landsliðskonan Ingibjörg Sigurðardóttir fyrir æfingu Íslands í dag.

Framundan eru tveir síðustu leikirnir í undankeppni EM. Ísland mætir Þýskalandi á Laugardalsvelli föstudaginn 12. júlí og Póllandi ytra þriðjudaginn 16. júlí. Ísland er í öðru sæti þegar tveir leikir eru eftir af undankeppninni. Tvö efstu liðin fara áfram beint í lokakeppni EM 2025.

Stelpurnar geta tryggt sig inn á EM með sigri gegn Þýskalandi á föstudaginn.

„Ég er spennt að spila þennan leik. Það er alltaf gaman að spila gegn Þýskalandi og það væri ótrúlega sætt ef við gætum fengið eitthvað gott út úr þessum leik og fagna því hérna á heimavelli."

Ingibjörg spilaði síðustu mánuði með Duisburg í Þýskalandi og þekkir leikmenn þýska landsliðsins vel.

„Já, mjög vel. Það er einmitt ástæðan fyrir því að maður fer í þessari sterkari deildir: Til að spila á móti þessum leikmönnum."

Ingibjörg er án félags þessa stundina og er að skoða sín mál.

„Þetta er svolítið skrítin staða, að fara inn í landsliðsglugga og ekki vera með neitt öryggi í kringum það. Þetta er langur gluggi og ég er enn bara að bíða eftir því rétta fyrir mig," segir Ingibjörg.

„Við erum nokkrar hérna án félags og þetta er flott tækifæri fyrir okkur. Það hefur enn ekkert nógu spennandi komið. Það hafa þó nokkur félög heyrt í mér en ekkert sem ég hef áhuga á."

Hún kveðst spennt fyrir stærstu deildunum og England sé sérstaklega spennandi. Hægt er að horfa á viðtalið í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner