Everton ætlar að fá Chukwueze - Man Utd reynir að sannfæra Davies - Arsenal gæti fengið Vlahovic á góðu verði
   þri 09. júlí 2024 08:20
Ívan Guðjón Baldursson
Joan Laporta: Við getum keypt Nico Williams
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
Joan Laporta, forseti Barcelona, staðfesti í gær að Barcelona getur leyft sér að festa kaup á kantmanninum efnilega Nico Williams í sumar.

Nico Williams er 21 árs gamall og er tilbúinn til að skipta frá uppeldisfélagi sínu Athletic Bilbao. Hann hefur verið að skína skært með spænska landsliðinu á EM og hefur nú þegar komið að 46 mörkum í 122 leikjum með meistaraflokki félagsins þrátt fyrir ungan aldur.

Williams er talinn vera meðal efnilegustu kantmanna Evrópu um þessar mundir, ásamt táningnum Lamine Yamal sem leikur hjá Barcelona og er samherji Williams í spænska landsliðinu.

„Mér líkar mjög vel við Nico og ég get sagt ykkur að við eigum efni á því að kaupa hann. Við höfum lagt þrotlausa vinnu síðustu ár til að koma efnahag félagsins aftur í gott stand og á þessum tímapunkti getum við leyft okkur að ganga frá mikilvægum félagsskiptum sem þessum," sagði Laporta.

Það eru gríðarlega mörg félög áhugasöm um Williams og ljóst er að Athletic mun ekki selja hann fyrir lægri upphæð heldur en riftunarverðið í samningi hans segir til um. Talið er að sú upphæð hljóði upp á tæplega 60 milljónir evra.
Athugasemdir
banner
banner