Tveir miðverðir orðaðir við Liverpool - Graham Potter næsti landsliðsþjálfari Englands? - Arsenal líklegast til að fá Merino - Man City vill fá...
   þri 09. júlí 2024 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Vilja skipta á Jacob Ramsey og Giovani Lo Celso
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
Sky Sports greinir frá því að Tottenham og Aston Villa eru að skoða mögulegan skiptidíl á leikmönnum.

Tottenham vill fá hinn 23 ára Jacob Ramsey frá Aston Villa og senda argentínska miðjumanninn Giovani Lo Celso, 28 ára, í hina áttina í staðinn.

Ramsey er með þrjú ár eftir af samningi hjá Villa og hefur Johan Lange, yfirmaður tæknimála hjá Tottenham, afar miklar mætur á honum.

Ramsey er metinn á um 30 milljónir punda, sem er tvöfalt meira heldur en Lo Celso er virði. Tottenham þarf því að greiða væna upphæð til Aston Villa til að láta félagsskiptin verða að raunveruleika.

Unai Emery, þjálfari Aston Villa, hefur miklar mætur á Lo Celso eftir að hafa þjálfað hann bæði hjá Paris Saint-Germain og Villarreal.

Lo Celso kom að 4 mörkum á síðustu leiktíð, þar sem hann fékk aðeins að spila í um 600 mínútur allt tímabilið.
Athugasemdir
banner
banner