Tölfræðin í Lengjudeildinni skoðuð

Fylkir situr í níunda sæti Lengjudeildarinnar eftir fyrri hlutann í Lengjudeildinni. Markmið Fylkis fyrir tímabilið var að vinna deildina en það er svo gott sem útséð um að það muni gerast. Fylkir er fimmtán stigum á eftir ÍR þegar 33 stig eru í pottinum. Einungis eitt lið fer beint upp í Bestu deildina, en næstu fjögur fara svo í umspilið um eitt sæti til viðbótar.
Það kemur eflaust einhverjum á óvart af hverju Fylkismenn hafa ekki rifið í gikkinn til þessa og skipt um þjálfara. Fylkir lék virkilega vel á undirbúningstímabilinu en það hefur ekki skilað nema tveimur sigrum í deildinni í ellefu leikjum. Gæti ástæðan verið sú að Fylkir er ekki að spila jafn illa og taflan segir til um?
Wyscout tekur saman helstu tölfræði í öllum leikjum og reiknar út alls konar hluti. Til dæmis hversu mörg stig lið ættu að vera með miðað tölfræði úr leikjunum. Fjögur skjáskot má sjá hér neðst í fréttinni, og líka stöðutöfluna sjálfa, sem er sú tölfræði sem öllu máli skiptir þegar uppi er staðið.
Það kemur eflaust einhverjum á óvart af hverju Fylkismenn hafa ekki rifið í gikkinn til þessa og skipt um þjálfara. Fylkir lék virkilega vel á undirbúningstímabilinu en það hefur ekki skilað nema tveimur sigrum í deildinni í ellefu leikjum. Gæti ástæðan verið sú að Fylkir er ekki að spila jafn illa og taflan segir til um?
Wyscout tekur saman helstu tölfræði í öllum leikjum og reiknar út alls konar hluti. Til dæmis hversu mörg stig lið ættu að vera með miðað tölfræði úr leikjunum. Fjögur skjáskot má sjá hér neðst í fréttinni, og líka stöðutöfluna sjálfa, sem er sú tölfræði sem öllu máli skiptir þegar uppi er staðið.
xPts
Ef horft er í vænt stig (expected points, xPts) í Lengjudeildinni ætti Fylkir að vera í fimmta sæti deildarinnar með 7,6 stigum meira en tölfræðin segir til um.
Það er næst mesti munurinn í deildinni því mesti munurinn er hjá botnliði Selfossi sem er með 8,2 stigum minna. Selfoss ætti miðað við tölfræðina að vera í 7. sæti. Mesti munurinn á eftir Selfossi og Fylki er svo hjá HK sem er með 6,6 stig um fram xPts og svo er ÍR sem er með 5,1 stigi meira en tölfræðin segir til um.
Þórsliðið ætti miðað við tölfræðina að vera efst í deildinni, en liðið situr í 6. sæti, með 4,4 stigum minna en það ætti að vera með.
xG
Ef horft er í vænt mörk (expected goals, xG) er aftur mesti munurinn hjá Selfossi. Selfoss hefur skorað tíu mörk en ætti að vera með 18 mörk skoruð miðað við færin. Fylkir er 2,45 undir xG sem er u.þ.b. það sama og hjá toppliði ÍR sem gæti verið búið að skora fleiri mörk. Það sem stingur þó mest í augun er færanýting Grindavíkur en miðað við tölfræðina ætti liðið einungis að hafa skorað 14 mörk en hefur skorað 25. Njarðvík, Keflavík og HK er með fjórum mörkum fleiri skoruð en xG segir til um.
xGA
Ef horft er í vænt mörk fengin á sig (expected goals against, xGA), þá er mesti munurinn hjá ÍR. Liðið hefur einungis fengið á sig sex mörk en ætti að vera með rúmlega 13 mörk fengin á sig miðað við færin sem andstæðingarnir hafa fengið. Markverðir HK hafa einnig staðið sig mjög vel, en liðið hefur fengið á sig fimm mörkum færra en xGA segir til um. Grindavík hefur fengið rúmlega fimm mörkum meira á sig heldur en xGA segir til um og Fylkir tæplega fimm mörkum meira. Þór og Selfoss hafa svo fengið á sig um fjórum mörkum meira. Þar á eftir koma Völsungur og Leiknir.
Possession
Þau lið sem halda boltanum mest eru Fylkir og Njarðvík. Þau tvö lið sem halda minnst í boltann eru svo ÍR og Grindavík. Fylkir er 61% með boltann í sínum leikjum, en sem dæmi er það 5,3% minna en KR sem heldur boltanum langmest í Bestu deildinni. Víkingur er í 2. sæti í Bestu deildinni með 56,4% possession.
Tólfta umferðin í Lengjudeildinni fer fram á föstudag og laugardag.
Lengjudeild karla
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. ÍR | 11 | 7 | 4 | 0 | 20 - 6 | +14 | 25 |
2. Njarðvík | 11 | 6 | 5 | 0 | 29 - 11 | +18 | 23 |
3. HK | 11 | 6 | 3 | 2 | 22 - 12 | +10 | 21 |
4. Keflavík | 11 | 5 | 3 | 3 | 23 - 15 | +8 | 18 |
5. Þróttur R. | 11 | 5 | 3 | 3 | 20 - 18 | +2 | 18 |
6. Þór | 11 | 5 | 2 | 4 | 26 - 19 | +7 | 17 |
7. Völsungur | 11 | 4 | 1 | 6 | 17 - 26 | -9 | 13 |
8. Grindavík | 11 | 3 | 2 | 6 | 25 - 34 | -9 | 11 |
9. Fylkir | 11 | 2 | 4 | 5 | 15 - 17 | -2 | 10 |
10. Fjölnir | 11 | 2 | 3 | 6 | 12 - 24 | -12 | 9 |
11. Leiknir R. | 11 | 2 | 3 | 6 | 12 - 25 | -13 | 9 |
12. Selfoss | 11 | 2 | 1 | 8 | 10 - 24 | -14 | 7 |
Athugasemdir