KR hefur birt mynd á Facebook síðu sinni þar sem sést að byrjað er að leggja gervigras á Meistaravelli.
„Allt að gerast !!! Styttist í fyrsta leik“ stendur við myndina.
KR hefur í allt sumar spilað heimaleiki sína á AVIS-vellinum í Laugardal, heimavelli Þróttar. Framkvæmdir við völl félagsins í Vesturbænum hafa tafist hressilega en nú sér loks fyrir endann á þeim.
Næsti heimaleikur KR er gegn Breiðabliki 27. júlí og hann er skráður á Meistaravelli hjá KSÍ.
„Allt að gerast !!! Styttist í fyrsta leik“ stendur við myndina.
KR hefur í allt sumar spilað heimaleiki sína á AVIS-vellinum í Laugardal, heimavelli Þróttar. Framkvæmdir við völl félagsins í Vesturbænum hafa tafist hressilega en nú sér loks fyrir endann á þeim.
Næsti heimaleikur KR er gegn Breiðabliki 27. júlí og hann er skráður á Meistaravelli hjá KSÍ.
Geir Þorsteinsson er rekstrarstjóri fótboltadeildar KR og var hann spurður á dögunum út í hvaða áhrif þetta hefði á reksturinn?
„Við erum að spila á hlutlausum velli og það hefur neikvæð áhrif á okkur fjárhagslega. Við höfum ekki verið með okkar auglýsingaskilti á leikjunum, nema einum leik. Þetta hefur neikvæð áhrif á fjáröflun félagsins," sagði Geir.
KR-ingar vonast til að heimavöllurinn muni geta hjálpað liðinu að klifra upp töfluna en það er aðeins einu stigi fyrir ofan fallsæti.
Besta-deild karla
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Víkingur R. | 14 | 9 | 3 | 2 | 26 - 14 | +12 | 30 |
2. Valur | 14 | 8 | 3 | 3 | 37 - 19 | +18 | 27 |
3. Breiðablik | 14 | 8 | 3 | 3 | 26 - 20 | +6 | 27 |
4. Fram | 14 | 7 | 1 | 6 | 22 - 18 | +4 | 22 |
5. Stjarnan | 14 | 6 | 3 | 5 | 25 - 25 | 0 | 21 |
6. Vestri | 14 | 6 | 1 | 7 | 13 - 13 | 0 | 19 |
7. Afturelding | 14 | 5 | 3 | 6 | 17 - 19 | -2 | 18 |
8. KR | 14 | 4 | 4 | 6 | 35 - 36 | -1 | 16 |
9. FH | 14 | 4 | 3 | 7 | 20 - 20 | 0 | 15 |
10. ÍBV | 14 | 4 | 3 | 7 | 13 - 21 | -8 | 15 |
11. KA | 14 | 4 | 3 | 7 | 14 - 26 | -12 | 15 |
12. ÍA | 14 | 4 | 0 | 10 | 15 - 32 | -17 | 12 |
Athugasemdir