Arsenal líklegt til að fá Eze - Arsenal hefur enn ekki náð samkomulagi um Gyökeres - Napoli vill Nunez
   mið 09. júlí 2025 14:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Thun
Voru búnar að æfa 15 daga í röð fram að deginum í gær
Icelandair
EM KVK 2025
Frá æfingu Íslands í Thun.
Frá æfingu Íslands í Thun.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Stelpurnar í íslenska landsliðinu fengu frí frá æfingu í gær og hittu fjölskyldur og vini í miðbæ Thun í Sviss.

Liðið leikur lokaleik sinn á Evrópumótinu í Sviss á morgun, en stelpurnar okkar eru úr leik á mótinu fyrir leik sinn gegn Noregi.

Landsliðsmarkvörðurinn Cecilía Rán Rúnarsdóttir segir að það hafi verið erfitt fyrir liðið andlega að jafna sig á þeim vonbrigðum að komast ekki upp úr riðlinum á EM.

„Þetta var náttúrulega ótrúlega erfitt andlega og dagurinn eftir var erfiður," sagði Cecilía á fréttamannafundi í dag.

„Svo fengum við góðan dag í gær með fjölskyldunni og náðum að hreinsa hugann. Við áttum góða æfingu í dag og erum tilbúnar í leikinn á morgun."

Hún segir að það hafi verið gott fyrir liðið að fá smá frí og hitta fjölskyldumeðlimi og vini.

„Ég held að það hafi verið ótrúlega mikilvægt. Við vorum búnar að æfa í 15 daga í röð og það var löngu ákveðið að gefa okkur frí þarna. Svo hitti það þannig á að við þurftum allar frí andlega líka. Það var ótrúlega gott að ná að hreinsa hugann og vera með fjölskyldu og vinum. Við áttum mjög góða æfingu í dag og erum ótrúlega tilbúnar fyrir leikinn á morgun," sagði Cecilía.
Athugasemdir
banner