þri 09. ágúst 2022 00:10
Elvar Geir Magnússon
Sterkasta lið 16. umferðar - Nökkvi sex sinnum
Eggert Aron Guðmundsson.
Eggert Aron Guðmundsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Nökkvi Þeyr Þórisson.
Nökkvi Þeyr Þórisson.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
16. umferð Bestu deildarinnar er að baki og hér er Sterkasta lið umferðarinnar opinberað, í boði Steypustöðvarinnar.

Topplið Breiðabliks tapaði óvænt 5-2 gegn Stjörnunni í Garðabæ. Ágúst Gylfason er þjálfari umferðarinnar og þeir Emil Atlason (1 mark og 2 stoðsendingar) og Eggert Aron Guðmundsson (2 mörk) eru í úrvalsliðinu.

Víkingar náðu ekki að nýta sér þessi úrslit nægilega vel og gerðu jafntefli gegn Fram 3-3 í Úlfarsárdal. Helgi Guðjónsson kom með kraft af bekknum og skoraði eitt af mörkum Víkings, auk þess að vera valinn maður leiksins.



Sindri Kristinn Ólafsson ver mark umferðarinnar en hann var valinn maður leiksins í 2-1 dramatískum sigri Keflavíkur gegn Leikni, sigurmarkið kom í uppbótartíma.

KA vann 3-0 sigur gegn FH í Kaplakrika. Nökkvi Þeyr Þórisson skoraði og lagði upp hin tvö. Hann hefur verið hreinlega ótrúlegur í sumar. Bryan Van Den Bogaert og Dusan Brkovic eru einnig í úrvalsliðinu.

Aron Jóhannsson var valinn maður leiksins þegar Valur vann 2-1 útisigur gegn ÍA. Aron skoraði fyrsta mark leiksins.

Þá vann KR 4-0 sigur gegn ÍBV þar sem Atli Sigurjónsson skoraði þrennu. Aron Kristófer Lárusson og Aron Þórður Albertsson fá einnig pláss í úrvalsliðinu fyrir öfluga frammistöðu sína.

Sjá einnig:
Lið 15. umferðar
Lið 14. umferðar
Lið 13. umferðar
Lið 12. umferðar
Lið 11. umferðar
Lið 10. umferðar
Lið 9. umferðar
Lið 8. umferðar
Lið 7. umferðar
Lið 6. umferðar
Lið 5. umferðar
Lið 4. umferðar
Lið 3. umferðar
Lið 2. umferðar
Lið 1. umferðar
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner