Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   þri 09. ágúst 2022 20:20
Ívan Guðjón Baldursson
Fyrrum leikmenn stöðvuðu kaupin á Arnautovic

Manchester United var í viðræðum við Bologna um kaup á austurríska sóknarmanninum Marko Arnautovic sem skoraði 14 mörk í 33 deildarleikjum á síðustu leiktíð.


Arnautovic er 33 ára gamall og vildi Erik ten Hag fá hann í raðir Man Utd en félagið hætti við skiptin eftir að stuðningsmenn, fyrrum leikmenn og hluti stjórnenda hringdu viðvörunarbjöllum.

Sky Sports greinir frá því að fyrrum leikmenn Man Utd hafi gert útslagið þegar kom að því að taka ákvörðun. Þeir vöruðu stjórnendur félagsins við því að fjárfesta í Arnautovic og drógu Rauðu djöflarnir sig úr viðræðunum í kjölfarið.

Arnautovic lék fyrir West Ham og Stoke City í sex ár og skoraði 43 mörk í ensku úrvalsdeildinni. 

Hann er sagður vera með erfiðan persónuleika og hefur verið sakaður um kynþáttafordóma oftar en tvisvar.


Athugasemdir
banner