Antony vill ekki yfirgefa Man Utd - Bakvörður Sevilla á blaði Man Utd - Newcastle ætlar að halda Trippier
   fös 09. ágúst 2024 13:17
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Var alls ekki hrifinn af öskri Samma
Sammi lét í sér heyra.
Sammi lét í sér heyra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valur þekkir það ágætlega að öskra.
Valur þekkir það ágætlega að öskra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Boltinn fór oftar en einu sinni í netið í leik Vestra og ÍA á miðvikudagskvöld en lokatölur urðu 0-0. Mörkin fengu ekki að standa þar sem um rangstöðu var að ræða.

Silas Songani kom boltanum í net Skagamanna á 59. mínútu leiksins en aðstoðardómarinn Ragnar Þór Bender lyfti flagginu.

„Benó fíflar Hlyn hægri vinstri og á skot sem Árni ver vel. Silas er fyrstur á frákastið og rennir boltanum í autt markið en upp fer flaggið. Rangstaða," skrifaði Hákon Dagur Guðjónsson í textalýsingu frá leiknum.

Lestu um leikinn: Vestri 0 -  0 ÍA

Á 62. skrifaði svo Hákon eftirfarandi Sammi: "Það er komin endursýning á þessu, Vestramaðurinn var ekki rangstæður!" Glymur í Samma yfir allan völlinn"

Sammi er Samúel Samúelsson og er hann formaður meistaraflokksráðs Vestra.

Atvikið var til umræðu í Innkastinu og Valur Gunnarsson var með sterka skoðun á þessari hegðun Samma.

„Það er gaman af því að Sammi var á vellinum og heyrðist vel í útsendingunni að hann öskraði inn á völlinn að hann væri búinn að horfa á þetta aftur og sinn maður hefði ekki verið rangstæður," sagði Elvar Geir.

„Nú veit ég ekki hvaða Stöð 2 Sport er á Ísafirði, en þetta finnst mér bara lélegt. Þarna ertu að planta efa í huga aðstoðardómarans sem fer kannski að hugsa að hann hefði séð þetta vitlaust. Svo horfir maður á þetta sjálfur og sér að þetta er rangstaða, allavega ekki nógu mikið ekki-rangstaða að þú getir öskrað þetta inn á völlinn," sagði Valur.

„Aðstoðardómarinn er í bestu aðstöðu, þetta er einnar kameru leikur," sagði Elvar.

„Ef þetta hefði verið greinilegt að hann sá ekki gaur sem var kannski við hornfána eða eitthvað svoleiðis, þá hefði ég skilið þetta. En við þessa endursýningu þá hugsaði ég að hann ætti að sleppa þessu," sagði Valur.

„Þú ert í þessari stöðu hjá félaginu, þú átt ekki að láta svona," sagði Haraldur Örn.

Umræðuna má nálgast eftir um 20 mínútur af þættinum hér að neðan.
Innkastið - Brotið mark og óútreiknanlegt liðsval
Athugasemdir
banner
banner
banner