fim 09. september 2021 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Rafael farinn heim til Brasilíu (Staðfest)
Rafael da Silva er hér í baráttunni við Kylian Mbappe í frönsku deildinni
Rafael da Silva er hér í baráttunni við Kylian Mbappe í frönsku deildinni
Mynd: EPA
Brasilíski hægri bakvörðurinn Rafael da Silva gerði í gær tveggja ára samning við Botafogo í heimalandinu.

Rafael, sem er 31 árs. ólst upp hjá Fluminense í Brasilíu áður en hann fór með tvíburabróður sínum, Fabio, til Manchester United árið 2008.

Hann spilaði þar í sjö ár og lék samtals 170 leiki og skoraði 5 mörk á tíma sínum hjá United. Þar vann hann ensku úrvalsdeildina þrisvar.

Árið 2015 gekk hann til liðs við franska félagið Lyon þar sem hann spilaði 139 leiki og gerði tvö márk áður en hann hélt til Tyrklands fyrir síðasta tímabil.

Nú er Rafael kominn aftur heim til Brasilíu eftir að hafa gert tveggja ára samning við Botafogo.
Athugasemdir
banner
banner