Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 09. september 2022 15:00
Enski boltinn
„Bruno er fullkominn fyrirliði fyrir þetta lið"
Andstæðingar United þola ekki Bruno sem er mjög jákvætt fyrir United
Andstæðingar United þola ekki Bruno sem er mjög jákvætt fyrir United
Mynd: EPA
Hann er einn besti miðvörður deildarinnar þegar hann er heill
Hann er einn besti miðvörður deildarinnar þegar hann er heill
Mynd: EPA
Þú sást ekki svona ástríðu á síðasta tímabili
Þú sást ekki svona ástríðu á síðasta tímabili
Mynd: Getty Images
Rætt var um Manchester United í hlaðvarpsþættinum Enski boltinn þar sem sjötta umferðin í ensku úrvalsdeildinni var til umræðu. United vann 3-1 heimasigur á Arsenal um síðustu helgi.

Aksentije Milisic gerði umferðina upp með Sæbirni Steinke en Aksentije er stuðningsmaður United.

Hann hefði viljað fá hægri bakvörð í glugganum, Diogo Dalot væri flottur sem varaskeifa í bakverðinum en hann hefur leyst stöðuna í upphafi tímabilsins.

Umræðan þróaðist út í miðverði United en í hjarta varnarinnar hafa þeir Raphael Varane og Lisandro Martínez spilað síðustu leiki í úrvalsdeildinni og Harry Maguire, fyrirliði liðsins, hefur þurft að sitja á bekknum.

„Það hjálpar Dalot að vera með þetta skrímsli sem Varane er heilan hliðina á sér," sagði Sæbjörn.

„Þetta er allt annað ef þú ert með hann heilan, hann er einn besti miðvörður deildarinnar þegar hann er heill - það þarf bara að skoða ferilskrána hans. Núna er hann búinn að haldast heill í 4-5 leiki sem er mikið fyrir hann og maður vonar að það haldist áfram. Það er allt annað fyrir Dalot að hafa hann þarna með sér," sagði Aksentije.

Maguire kom inn á í seinni hálfleik þegar Martínez þurfti að fara af velli.

„Maður sá um leið og Maguire kom inn að hann var strax eitthvað svo óöruggur. Hann gefur aukaspyrnu og svo vildi Arsenal fá víti. Það var ekkert víti en hann er svo mikið að bjóða upp á þetta þegar hann grípur utan um andstæðinginn. Maður fékk strax í magann þegar hann kom inn á. Það er þreytt að vera alltaf að gagnrýna hann en maður sér það þegar maður horfir á leikina að það er eitthvað ekki í lagi hjá honum," sagði Aksentije.

Bruno Fernandes hefur borið fyrirliðabandið í þeim leikjum þar sem Maguire er ekki inn á. Það er mikið líf í Bruno og Martínez.

„Það er allt annað að horfa á þetta þegar það er smá líf í fyrirliðanum, hjarta í honum. Svo er Martínez sem er einhver djöfull í vörninni," sagði Sæbjörn.

„Þetta er allt annað, þú sást ekki svona ástríðu á síðasta tímabili. Það er fagnað þegar menn bjarga. Andstæðingar United þola ekki Bruno sem er mjög jákvætt fyrir United. Það voru allir að hlæja að Maguire og fleiri leikmönnum í fyrra. Bruno er svona djöfull sem eins og á móti Liverpool tekur boltann og tefur. Þetta vantaði alveg í fyrra, það var oft hjá Maguire þar sem hausinn fór niður og fýlusvipurinn frægi þegar allt var á móti okkur. Bruno er held ég fullkominn fyrirliði fyrir þetta lið," sagði Aksentije.
Enski boltinn - Velkomnir úr draumalandinu og flókið draumalið
Athugasemdir
banner
banner