Bruno íhugar sína stöðu á Old Trafford - Kane ræðir við Bayern um framlengingu - Beto á blaði Juve
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Þriðji hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Annar hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Fyrsti hluti
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
banner
   mán 09. september 2024 21:39
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Izmir
Jói Berg: Er fyrstur að viðurkenna það þegar ég er ekki nógu góður
Icelandair
Mynd: EPA

Ísland tapaði gegn Tyrklandi ytra í kvöld í öðrum leik liðsins í Þjóðadeildinni í ár. Fótbolti.net ræddi við Jóhann Berg Guðmundsson, fyrirliða liðsins, eftir leikinn.


Lestu um leikinn: Tyrkland 3 -  1 Ísland

„Ég gaf þeim mark, lélegt hjá mér að missa boltann á slæmum stað. Þetta voru erfiðar fyrstu tuttugu mínútur svo jöfnum við úr frábæru horni. Við vorum þannig séð í ágætu jafnvægi, þeir auðvitað meira með boltann og við að verjast. Þetta var högg markið sem þeir negla í fjær, frábært mark hjá honum en eitthvað sem við þurfum að gera betur," sagði Jói Berg.

„Fyrstu tuttugu mínúturnar voru alls ekki nógu góðar, ég er fyrstur að viðurkenna það þegar ég er ekki nógu góður. Vonandi nær maður að koma sér aftur inn í leikinn og hjálpa liðinu að komast inn í leikinn og ég gerði það."

Íslenska liðið hefur skorað öll mörkin eftir hornspyrnu í keppninni til þessa.

„Við erum búnir að æfa þetta vel og erum með alvöru menn þarna sem vilja skora mörk og við nýtum okkur auðvitað öll tækifæri. Nú ere það bara í næsta glugga að skora úr opnum leik, ekki alltaf bara úr hornspyrnu," sagði Jói Berg.

Íslenska liðið stefnir á sex stig í næstu leikjum liðsins sem verða gegn Wales og Tyrklandi á Laugardalsvelli í október.

„Við þurfum að stefna á að ná í 6 stig þar, það er ekkert annað í boði. Tveir heimaleikir og vonandi sjáum við sem flesta á Laugardalsvellinum," sagði Jói Berg að lokum.


Athugasemdir
banner