Man Utd og Liverpool vilja Anderson - Arsenal gæti gert óvænt tilboð í McTominay - Trafford orðaður við Wolves og Newcastle
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
   mán 09. september 2024 21:39
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Izmir
Jói Berg: Er fyrstur að viðurkenna það þegar ég er ekki nógu góður
Icelandair
Mynd: EPA

Ísland tapaði gegn Tyrklandi ytra í kvöld í öðrum leik liðsins í Þjóðadeildinni í ár. Fótbolti.net ræddi við Jóhann Berg Guðmundsson, fyrirliða liðsins, eftir leikinn.


Lestu um leikinn: Tyrkland 3 -  1 Ísland

„Ég gaf þeim mark, lélegt hjá mér að missa boltann á slæmum stað. Þetta voru erfiðar fyrstu tuttugu mínútur svo jöfnum við úr frábæru horni. Við vorum þannig séð í ágætu jafnvægi, þeir auðvitað meira með boltann og við að verjast. Þetta var högg markið sem þeir negla í fjær, frábært mark hjá honum en eitthvað sem við þurfum að gera betur," sagði Jói Berg.

„Fyrstu tuttugu mínúturnar voru alls ekki nógu góðar, ég er fyrstur að viðurkenna það þegar ég er ekki nógu góður. Vonandi nær maður að koma sér aftur inn í leikinn og hjálpa liðinu að komast inn í leikinn og ég gerði það."

Íslenska liðið hefur skorað öll mörkin eftir hornspyrnu í keppninni til þessa.

„Við erum búnir að æfa þetta vel og erum með alvöru menn þarna sem vilja skora mörk og við nýtum okkur auðvitað öll tækifæri. Nú ere það bara í næsta glugga að skora úr opnum leik, ekki alltaf bara úr hornspyrnu," sagði Jói Berg.

Íslenska liðið stefnir á sex stig í næstu leikjum liðsins sem verða gegn Wales og Tyrklandi á Laugardalsvelli í október.

„Við þurfum að stefna á að ná í 6 stig þar, það er ekkert annað í boði. Tveir heimaleikir og vonandi sjáum við sem flesta á Laugardalsvellinum," sagði Jói Berg að lokum.


Athugasemdir
banner
banner