
FH hefur staðfest að miðvörðurinn Arna Eiríksdóttir hafi verið seld til norska meistaraliðsins Vålerenga.
Hún er annar leikmaðurinn sem FH selur í atvinnumennsku með stuttu millibili en Elísa Lana Sigurjónsdóttir var nýverið seld til Kristianstad í Svíþjóð.
Hún er annar leikmaðurinn sem FH selur í atvinnumennsku með stuttu millibili en Elísa Lana Sigurjónsdóttir var nýverið seld til Kristianstad í Svíþjóð.
„Aftur sitjum við eftir með blendnar tilfinningar. Örnu verður sárt saknað, hún hefur verið leiðtogi liðsins undanfarin tvö tímabil og á stóran þátt í þeirri velgengni sem liðið hefur átt að fagna síðustu misseri. Að sama skapi erum við stolt af því að það góða starf sem hefur verið unnið í Krikanum undanfarið af þjálfurum og leikmönnum skili sér í því að við búum til atvinnumenn í fótbolta. Það er yfirlýst markmið félagsins að þróa og efla unga og efnilega leikmenn og gera þeim kleift að taka næsta skref," segir Davíð Þór Viðarsson, yfirmaður fótboltamála hjá FH.
„Við þökkum Örnu kærlega fyrir sinn tíma hjá félaginu og hlökkum til að sjá hana klæðast FH-búningnum aftur í framtíðinni, eftir farsælan atvinnumannaferil."
Arna er uppalin í Val en fór í FH sumarið 2023 og tók þar mjög jákvæð skref. Hún hefur verið stórkostleg með FH-ingum í sumar.
Athugasemdir