Þórir Erik Atlason var í vikunni á reynslu hjá ítalska félaginu Sassuolo. Hann er fæddur árið 2009 og æfði með U17 og U18 liði félagsins.
Þórir Erik, sem er miðvörður, fór einnig á reynslu til Slavia Prag í Tékklandi í sumar.
Þórir spilar með Breiðabliki, en hann var meðal annars einn af lykilmönnum í liði Blika sem náði góðum árangri á Gothia Cup í júlí.
Þórir Erik, sem er miðvörður, fór einnig á reynslu til Slavia Prag í Tékklandi í sumar.
Þórir spilar með Breiðabliki, en hann var meðal annars einn af lykilmönnum í liði Blika sem náði góðum árangri á Gothia Cup í júlí.
Í sumar lék Þórir Erik bæði með 2. og 3. flokki Breiðabliks, hann lék stórt hlutverk í 3. flokknum sem varð Íslands- og bikarmeistari.
Hann var einnig valinn í úrtakshóp U17 í síðasta mánuði.
Sassuolo situr sem stendur í 8. sæti Serie A eftir að hafa unnið B-deildina á síðasta tímabili. Fabio Grosso er stjóri aðalliðsins.
Athugasemdir



