Varnarmaðurinn Sverrir Ingi Ingason skoraði sitt fyrsta landsliðsmark í níu ár þegar hann gerði annað mark Íslands í 2-0 útisigrinum gegn Aserbaísjan.
„Við höfum teiknað þessa aukaspyrnu og það var kominn tími á mig að skora fyrir landsliðið. Það voru komin níu ár síðan ég gerði það síðast," sagði Sverrir eftir leikinn.
Þetta var fjórða landsliðsmark Sverris og það fyrsta sem hann skorar í mótsleik.
Ég byrjaði funheitur fyrstu landsleikina en hef ekki skorað síðan. Það er gaman að fá að hjálpa liðinu og nú bíður okkur stór leikur á sunnudaginn
„Við höfum teiknað þessa aukaspyrnu og það var kominn tími á mig að skora fyrir landsliðið. Það voru komin níu ár síðan ég gerði það síðast," sagði Sverrir eftir leikinn.
Þetta var fjórða landsliðsmark Sverris og það fyrsta sem hann skorar í mótsleik.
Ég byrjaði funheitur fyrstu landsleikina en hef ekki skorað síðan. Það er gaman að fá að hjálpa liðinu og nú bíður okkur stór leikur á sunnudaginn
Lestu um leikinn: Úkraína 0 - 0 Ísland
Sverrir skoraði markið með öflugum skalla eftir sendingu frá Jóhanni Berg Guðmundssyni sem var að spila sinn 100. landsleik.
„Jói hefur gefið mér ansi margar sendingar í gegnum tíðina og ég ætti að vera kominn með miklu fleiri mörk eftir bolta frá honum. Þetta er frábær áfangi hjá honum og geggjað fyrir hann að loksins spila 100. leikinn. Hann hefur verið magnaður með landsliðinu í gegnum árin og það er erfitt að finna menn sem hafa verið betri fyrir landsliðið," segir Sverrir.
Eftir sigurinn í gær er ljóst að Ísland leikur úrslitaleik við Úkraínu í Póllandi á sunnudaginn. Sigurliðið fer í umspil um HM sæti. Íslandi dugar jafntefli.
Athugasemdir




