Chelsea tilbúið að opna veskið - Man Utd horfir til Dortmund, Wolves og Malmö - Zirkzee eftirsóttur
   fös 14. nóvember 2025 10:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Man Utd skoðar þrjá og Chelsea undirbýr mettilboð
Powerade
Adeyemi á Old Trafford?
Adeyemi á Old Trafford?
Mynd: EPA
Julian Alvarez er á óskalista Chelsea.
Julian Alvarez er á óskalista Chelsea.
Mynd: EPA
Næsti félagaskiptagluggi opnar í janúar og það er alltaf verið að slúðra um hvað gæti gerst þá eða næsta sumar. Það helsta í slúðrinu er tekið saman af BBC og samantektin er í boði Powerade.



Manchester United íhugar að fá sóknarmanninn Karim Adeyemi (23) í sínar raðir frá Dortmund í janúar. (Bild)

Chelsea undirbýr 132 milljóna punda tilboð í Julian Alvarez (25), framherja Atletico, fyrir næsta sumar. Ef hann kæmi á þá upphæð til Chelsea yrði hann sá dýrasti í sögu félagsins. (Fichajes)

Joao Gomes (24) miðjumaður Brasilíu og Wolves, er á lista hjá Man Utd. (Mail)

Liverpool og Tottenham fylgjast með Antoine Semenyo (25) sóknarmanni Bournemouth. (Teamtalk)

James Garner (24) hefur ekkert rætt við Everton um mögulega framlengingu á samningi en núgildandi samningur rennur út næsta sumar. (FourFourTwo)

Newcastle hefur áhuga á Kees Mit (19) miðjumanni AZ Alkmaar. Barcelona, Bayern, Dortmund og Real Madrid fylgjast einnig með. (Mail)

West Ham hefur aftur áhuga á Charlie Cresswell (23) varnarmanni Toulouse. (Talksport)

Brentford, Everton og Leeds eru að reyna við Daizen Maeda (28) framherja Celtic. (Teamtalk)

Roma vill fá Joshua Zirkzee á láni frá Man Utd í janúar en Everton, West Ham, Juventus og PSV hafa líka áhuga. (Mirror)

Man Utd er með augastað á Melker Ellborg (22) markmanni Malmö se mögulegan varamarkmann fyrir Senne Lammens (23). (Sun)

Harry Amass (18) mun klára tímabilið á láni hjá Sheffield Wednesday. (Express)

Carlo Ancelotti, þjálfari brasilíska landsliðsins, hefur þvertekið fyrir það að hann hafi sagt Endrick að hann þurfi að fara Real til að eiga möguleika á því að fara á HM næsta sumar. Endrick (19) er sterklega orðaður við Lyon. (AS)

Willian Pacho (24) er búinn að framlengja samning sinn við PSG og er nú samningsbundinn til 2030. (RMC Sport)
Athugasemdir
banner