Næsti félagaskiptagluggi opnar í janúar og það er alltaf verið að slúðra um hvað gæti gerst þá eða næsta sumar. Það helsta í slúðrinu er tekið saman af BBC og samantektin er í boði Powerade.
Manchester United íhugar að fá sóknarmanninn Karim Adeyemi (23) í sínar raðir frá Dortmund í janúar. (Bild)
Chelsea undirbýr 132 milljóna punda tilboð í Julian Alvarez (25), framherja Atletico, fyrir næsta sumar. Ef hann kæmi á þá upphæð til Chelsea yrði hann sá dýrasti í sögu félagsins. (Fichajes)
Joao Gomes (24) miðjumaður Brasilíu og Wolves, er á lista hjá Man Utd. (Mail)
Liverpool og Tottenham fylgjast með Antoine Semenyo (25) sóknarmanni Bournemouth. (Teamtalk)
James Garner (24) hefur ekkert rætt við Everton um mögulega framlengingu á samningi en núgildandi samningur rennur út næsta sumar. (FourFourTwo)
Newcastle hefur áhuga á Kees Mit (19) miðjumanni AZ Alkmaar. Barcelona, Bayern, Dortmund og Real Madrid fylgjast einnig með. (Mail)
West Ham hefur aftur áhuga á Charlie Cresswell (23) varnarmanni Toulouse. (Talksport)
Brentford, Everton og Leeds eru að reyna við Daizen Maeda (28) framherja Celtic. (Teamtalk)
Roma vill fá Joshua Zirkzee á láni frá Man Utd í janúar en Everton, West Ham, Juventus og PSV hafa líka áhuga. (Mirror)
Man Utd er með augastað á Melker Ellborg (22) markmanni Malmö se mögulegan varamarkmann fyrir Senne Lammens (23). (Sun)
Harry Amass (18) mun klára tímabilið á láni hjá Sheffield Wednesday. (Express)
Carlo Ancelotti, þjálfari brasilíska landsliðsins, hefur þvertekið fyrir það að hann hafi sagt Endrick að hann þurfi að fara Real til að eiga möguleika á því að fara á HM næsta sumar. Endrick (19) er sterklega orðaður við Lyon. (AS)
Willian Pacho (24) er búinn að framlengja samning sinn við PSG og er nú samningsbundinn til 2030. (RMC Sport)
Athugasemdir


