Chelsea tilbúið að opna veskið - Man Utd horfir til Dortmund, Wolves og Malmö - Zirkzee eftirsóttur
   fös 14. nóvember 2025 09:38
Elvar Geir Magnússon
Anthony Taylor dæmir úrslitaleik Úkraínu og Íslands
Anthony Taylor.
Anthony Taylor.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Einn fremsti dómari Englendinga, Anthony Taylor, verður með flautuna á sunnudaginn þegar Úkraína og Ísland mætast í Varsjá í úrslitaleik um sæti í umspili fyrir HM.

Taylor hefur mikla reynslu úr ensku úrvalsdeildinni þar sem hann er oft valinn til að dæma stóru leikina. Hann hefur dæmt tvo bikarúrslitaleiki og marga alþjóðlega stórleiki, bæði hjá félagsliðum og stórmótum landsliða.

Til dæmis dæmdi hann úrslitaleik Evrópudeildarinnar 2023 þar sem Jose Mourinho lét hann heyra það í bílakjallaranum eftir leik og stuðningsmenn Roma veittust að honum og fjölskyldu hans á flugvellinum.

Taylor hefur nokkrum sinnum dæmt hjá Íslandi, síðast þegar Ísland vann Ísrael í undanúrslitum umspilsins á síðasta ári.

Gary Beswick og Adam Nunn verða aðstoðardómarar á sunnudag, Sam Barrott fjórði dómari og Stuart Attwell VAR dómari.

Ísland leikur úrslitaleik við Úkraínu í Póllandi á sunnudaginn. Sigurliðið fer í umspil um HM sæti. Íslandi dugar jafntefli.
Athugasemdir