Það er útlit fyrir að Cristiano Ronaldo verði ekki með frá upphafi á HM 2026.
Þessi fertugi Portúgali lét reka sig af velli í 2-0 tapi gegn Írlandi í gær fyrir að gefa Dara O'Shea olnbogaskot.
Þessi fertugi Portúgali lét reka sig af velli í 2-0 tapi gegn Írlandi í gær fyrir að gefa Dara O'Shea olnbogaskot.
Hann gæti fengið tveggja til þriggja leikja bann sem þýðir að hann muni missa af lokaleiknum í undankeppninni og allt að fyrstu tveimur leikjunum á HM.
HM fer fram í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó og hefst um miðjan júní á næsta ári.
Athugasemdir




