Barcelona vill fá Kane - Wharton efstur á lista Chelsea - Endrick lánaður til Lyon
   fös 14. nóvember 2025 07:10
Elvar Geir Magnússon
Bakú
„Þetta er það sem maður er í fótbolta fyrir“
Hákon Arnar Haraldsson í leiknum gegn Úkraínu í október.
Hákon Arnar Haraldsson í leiknum gegn Úkraínu í október.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Albert Guðmundsson í úrslitaleiknum gegn Úkraínu í fyrra.
Albert Guðmundsson í úrslitaleiknum gegn Úkraínu í fyrra.
Mynd: Mummi Lú
„Menn verða að gera sig klára og svo er bara 'all in'. Úrslitaleikur," segir Hákon Arnar Haraldsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, í samtali við Fótbolta.net.

Íslenska liðið flýgur frá Aserbaísjan til Póllands í dag en í Varsjá á sunnudaginn er komið að úrslitaleik gegn Úkraínu um sæti í umspilinu fyrir HM. Íslandi nægir jafntefli.

„Þetta er það sem maður er í fótbolta fyrir: Stóru leikirnir þar sem allt skiptir máli. Við höfum spilað vel og komið okkur í þennan úrslitaleik upp á annað sætið," segir Hákon.

Komum í hefndarhug
Ísland tapaði 3-5 fyrir Úkraínu í furðulegum leik á Laugardalsvelli í síðasta glugga, þar sem nánast allt endaði inni.

Þá mættust þjóðirnar á síðasta ári í úrslitaleik umspils fyrir EM í Wroclaw í Póllandi. Úkraína tryggði sér þar sigurinn 2-1 með sigurmarki á 84. mínútu. Svekkjandi stund. Albert Guðmundsson skoraði mark Íslands í leiknum.

„Þegar við töpuðum í síðasta úrslitaleik á móti þeim í fyrra var svekkjandi. Mér fannst við eiga meira skilið úr leiknum í síðasta glugga. Við komum í hefndarhug," segir Albert.

Leikur Úkraínu og Íslands á sunnudag verður klukkan 17 að íslenskum tíma.
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Athugasemdir
banner
banner