Chelsea tilbúið að opna veskið - Man Utd horfir til Dortmund, Wolves og Malmö - Zirkzee eftirsóttur
   fös 14. nóvember 2025 12:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Guehi yfirgefur herbúðir enska landsliðsins
Mynd: EPA
Marc Guehi hefur yfirgefið enska landsliðshópinn vegna meiðsla. Hann fer nú til Crystal Palace þar sem hann heldur endurhæfingu sinni áfram.

Guehi var ekki í leikmannahópi Englands gegn Serbum í gær vegna meiðslanna.

Hann var ekki í leikmannahópi Crystal Palace í lokaleiknum fyrir landsleikjahléið en var með í landsliðsverkefninu til að byrja með.

Trevoh Chalobah, varnarmaður Chelsea, var kallaður inn í landsliðshópinn fyrr í vikunni.

Framundan hjá Englandi er útileikur gegn Albaníu í undankeppni HM. England er með fullt hús stiga eftir sjö leiki og markatalan er 20:0.
Athugasemdir