Roberto Martinez, landsliðsþjálfari Portúgals, var ekki sáttur eftir tap liðsins gegn Írlandi í undankeppni HM í gær.
Cristiano Ronaldo fékk rautt spjald fyrir að gefa Dara O'Shea, varnarmanni Íra, fast olnbogaskot.
Cristiano Ronaldo fékk rautt spjald fyrir að gefa Dara O'Shea, varnarmanni Íra, fast olnbogaskot.
„Rauða spjaldið er fyrirliði sem hefur aldrei fengið rautt spjald í 226 leikjum, það á skilið kredit. Þetta var strangur dómur því honum er ekki sama um liðið. Hann var inn í teignum í klukkutíma og það var haldið í hann, togað og ýtt. Þetta lítur verr út en þetta er í raun og veru," sagði Martinez.
Heimir Hallgrímsson, þjálfari írska liðsins, talaði um það í aðdraganda leiksins að Ronaldo væri góður í að hafa áhrif á leikinn. Ronaldo sakaði Heimi um að hafa áhrif á dómarana með þessum ummælum.
„Það eina sem skilur eftir óbragð í munninum er að á blaðamannafundinum fyrir leikinn var þjálfarinn ykkar að tala um að það sé verið að hafa áhrif á dómara. Svo dettur stór miðvörður á dramatískan hátt þegar Ronaldo snýr sér."
Athugasemdir

