Barcelona vill fá Kane - Wharton efstur á lista Chelsea - Endrick lánaður til Lyon
   fös 14. nóvember 2025 09:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Segir strangt að gefa Ronaldo rautt - „Stór miðvörður dettur á dramatískan hátt"
Mynd: EPA
Roberto Martinez, landsliðsþjálfari Portúgals, var ekki sáttur eftir tap liðsins gegn Írlandi í undankeppni HM í gær.

Cristiano Ronaldo fékk rautt spjald fyrir að gefa Dara O'Shea, varnarmanni Íra, fast olnbogaskot.

„Rauða spjaldið er fyrirliði sem hefur aldrei fengið rautt spjald í 226 leikjum, það á skilið kredit. Þetta var strangur dómur því honum er ekki sama um liðið. Hann var inn í teignum í klukkutíma og það var haldið í hann, togað og ýtt. Þetta lítur verr út en þetta er í raun og veru," sagði Martinez.

Heimir Hallgrímsson, þjálfari írska liðsins, talaði um það í aðdraganda leiksins að Ronaldo væri góður í að hafa áhrif á leikinn. Ronaldo sakaði Heimi um að hafa áhrif á dómarana með þessum ummælum.

„Það eina sem skilur eftir óbragð í munninum er að á blaðamannafundinum fyrir leikinn var þjálfarinn ykkar að tala um að það sé verið að hafa áhrif á dómara. Svo dettur stór miðvörður á dramatískan hátt þegar Ronaldo snýr sér."
Athugasemdir