Chelsea tilbúið að opna veskið - Man Utd horfir til Dortmund, Wolves og Malmö - Zirkzee eftirsóttur
   fös 14. nóvember 2025 11:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimild: Tígull 
Emil á reynslu hjá sænsku meisturunum
Mynd: Tígull/Skjáskot
Emil Gautason, sem fæddur er árið 2010, æfir þessa dagana með sænska meistaraliðinu Mjällby. Það er Tígull sem greinir frá.

Emil þreytti frumraun sína með ÍBV í sigri liðsins á Val í Bestu deildinni í ágúst. Fyrri hluta sumars var hann hjá venslaliðinu KFS í 4. deildinni auk þess að spila með 2. og 3. flokki ÍBV.

Emil er unglingalandsliðsmaður og mun eftir helgi æfa með U16 landsliðinu.

Mjällby kom öllum á óvart á tímabilinu og vann sænsku deildina með metstigafjölda, eða 75 stigum af 90 mögulegum.

Emil er sonur Gauta Þorvarðarsonar sem lék með ÍBV, KFS, KV og Reyni Sandgerði á sínum ferli.
Athugasemdir
banner
banner