Stabæk er með augastað á Guy Smit sem átti gott tímabil með Vestra í Bestu deildinni.
Í takt við frábæran fyrri hluta Vestra var Guy með bestu tölfræðina í deildinni framan af tímabili en mörkunum fjölgaði umtalsvert seinni hlutann. Hann varð bikarmeistari með Vestra í sumar.
Í takt við frábæran fyrri hluta Vestra var Guy með bestu tölfræðina í deildinni framan af tímabili en mörkunum fjölgaði umtalsvert seinni hlutann. Hann varð bikarmeistari með Vestra í sumar.
Guy er á leið til Noregs á næstu dögum og mun þar kanna aðstæður og Stabæk mun skoða hann betur.
Hann er 29 ára Hollendingur sem kom fyrst til Íslands árið 2020. Hann hefur spilað með Leikni, Val, ÍBV, KR og Vestra hér á Íslandi.
Stabæk endaði í 11. sæti norsku B-deildarinnar á tímabilinu. Skeid, sem endaði í botnsæti deildarinar á tímabilinu, vildi fá Guy í sumarglugganum.
Athugasemdir



