banner
   fim 09. október 2014 06:00
Daníel Freyr Jónsson
Heimild: The Guardian 
Cech: Get ekki verið að sitja á bekknum og spila ekkert
Petr Cech.
Petr Cech.
Mynd: Getty Images
Petr Cech, markvörður Chelsea, hefur gefið það í skyn að hann gæti yfirgefið félagið ef hann verður áfram varamarkvörður.

Cech, sem varið hefur mark Chelsea frá árinu 2004, hefur þurft að sætta sig við mikla bekkjarsetu í upphafi tímabils þar sem hinn ungi Thibaut Courtois hefur staðið í rammanum.

Þessi 32 ára gamli markvörður segist ekki ætla að sætta sig við bekkjarsetuna og að það viti forráðamenn liðsins.

,,Ég hef ekki talað við neinn hingað til, en ég tel að þeir hjá félaginu þekki mig nægilega vel til að vita að staðan er klárlega ekki sú sem ég myndi óska mér," sagði Cech, sem nú er staddur í landsliðsverkefni með Tékklandi.

,,Með landsliðið í huga, þá er engin tími fyrir mig til að sitja á bekknum og spila ekki. Ef staðan batnar ekki fyrir mig, þá verð ég að leysa hana."
Athugasemdir
banner
banner