Arsenal með í kapphlaupinu um Ekitike - Mikill áhugi á McAtee - Man Utd tilbúið að selja Malacia
   fös 09. október 2020 13:30
Magnús Már Einarsson
Mendy meiddist með landsliðinu - Missir hann af leikjum Chelsea?
Edouard Mendy, nýr markvörður Chelsea, meiddist á læri í landsliðsverkefni með Senegal í vikunni.

Mendy er farinn aftur til Englands þar sem læknalið Chelsea mun skoða meiðslin.

Chelsea keypti Mendy á 22 milljónir punda á dögunum og hann þreytti frumraun sína í 4-0 sigri á Crystal Palace um síðustu helgi.

Chelsea mætir Southampton um aðra helgi og eftir það er þétt leikjaprógram. Óvíst er hvort Mendy verði lengi frá.

Frank Lampard, stjóri Chelsea, gæti þá sett Kepa Arrizabalaga eða Willy Caballero aftur í markið.
Athugasemdir
banner
banner