Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 09. október 2020 08:48
Elvar Geir Magnússon
Þrjú Covid tilfelli í viðbót í ítalska liðinu sem á að mæta Íslandi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ítalska knattspyrnusambandið hefur staðfest að þrjú Covid-19 tilfelli í viðbót hafi greinst innan U21 landsliðshóps þjóðarinnar. Í dag eiga U21 landslið Íslands og Ítalíu að mætast á Víkingsvelli klukkan 15:30.

Í tilkynningu ítalska sambandsins segir að um tvo leikmenn sé að ræða og einn aðila í starfsliðinu. Þeir hafi greinst með veiruna í skimunum sem fram fóru þegar hópurinn lenti á flugvellinum í Keflavík.

Fram kemur að annar leikmaðurinn sýni einkenni og sé í höndum lækna liðsins. Hinir tveir aðilarnir hafi farið í aðra skimun til staðfestingar.

Sagt er að allur hópurinn sem kom til Íslands hafi fengið neikvæða niðurstöðu í skimunum sem fram fóru á Ítalíu áður en haldið var til landsins. Tveir leikmenn höfðu áður verið teknir úr hópnum en þeir reyndust smitaðir í skimunum sem fram fóru á Ítalíu.

Ítalska sambandið segist vinna með UEFA og heilbrigðisyfirvöldum hér á landi varðandi ráðstafanir. Frekari upplýsingar berist á næstu klukkustundum.
Athugasemdir
banner
banner